Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

422. fundur 02. mars 2023 kl. 08:30 - 09:42 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Áki Hauksson
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í febrúar 2023 og o.fl. tengt rekstri Norðurþings.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarsstekjur vegna febrúar 2023 og fleiri mál tengd rekstri Norðurþings.

2.Leigufélagið Bríet sækir um lóð að Drafnargötu Kópaskeri

Málsnúmer 202203098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á verkefni Leigufélagsins Bríetar við Drafnargötu á Kópaskeri.
Sveitarstjóri fór yfir gang mála vegna fyrirhugaðra uppbyggingar á Kópaskeri.

3.Jafnlaunavottun - úttektir 2019 - 2023

Málsnúmer 201912126Vakta málsnúmer

Í febrúar 2023 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert þann 19. febrúar 2023 var gefið út vottunarskírteini sem gildir til 19. febrúar 2026. Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 3%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,9%. Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.

4.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram minnisblað um vinnu við breytingar á samþykktum Norðurþings, viðauka við samþykktirnar sem þarf að vinna vegna gerðar erindisbréfa fyrir fastanefndir sveitarfélagsins. Markmiðið er að fjallað verði um tilvonandi breytingar og erindisbréf á vorfundum sveitarstjórnar Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarsjóra að halda áfram vinnu við erindisbréf fastaráða og leggja þau fyrir ráðið að nýju.

5.Sveitarfélag ársins 2023; boð um þáttöku í könnun.

Málsnúmer 202302056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá starfsmannafélagi Húsavíkur en bæjarstarfsmannafélögin innan BSRB hafa ákveðið að bjóða sveitarfélögum að taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins 2023 fyrir allt starfsfólk sveitarfélagsins.
Kostnaður í þáttöku í verkefninu er 359.000 kr án VSK fyrir sveitarfélag með fjölda starfsfólks á bilinu 200-399.
Sveitarfélagið mun ekki taka þátt í verkefninu að þessu sinni.

6.Fundargerðir HNE 2022

Málsnúmer 202203049Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 227. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem var haldinn miðvikudaginn 14.desember 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir HNE 2023

Málsnúmer 202302054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 228. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra sem var haldinn miðvikudaginn 15.febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:42.