Fara í efni

Leigufélagið Bríet sækir um lóð að Drafnargötu Kópaskeri

Málsnúmer 202203098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 122. fundur - 22.03.2022

Leigufélagið Bríet ehf. óskar eftir því að tvær einbýlishúsalóðir að Drafnargötu 1 og 3 á Kópaskeri verði sameinaðar í eina og úthlutað til Leigufélagsins Bríetar ehf til uppbyggingar parhúss. Ennfremur er farið fram á að sveitarfélagið lækki eða felli niður gatnagerðargjöld af lóðum við Drafnargötu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki þörf á að sameina tvær lóðir til uppbyggingar parhúss heldur dugi að stækka fyrirliggjandi einbýlishúsalóð. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Leigufélaginu Bríeti ehf. verði boðin lóðin að Drafnargötu 1 til uppbyggingar parhúss. Skoðað verði í því samhengi hversu stóra lóð þarf undir byggingaráform umsækjanda og stærð lóðar látin ráðast af því. Úthlutun lóðarinnar verði með fyrirvara um að leyfi fáist til að byggja parhús á lóðinni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð og sveitarstjórn að veittur verði 100% afsláttur af lóðum við Drafnargötu að því tilskyldu að fokheldi bygginga og ásættanlegum frágangi lóða verði lokið fyrir árslok 2024.

Byggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá 122. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 22.03.2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð og sveitarstjórn að veittur verði 100% afsláttur af lóðum við Drafnargötu að því tilskyldu að fokheldi bygginga og ásættanlegum frágangi lóða verði lokið fyrir árslok 2024.
Á grunni byggðarsjónarmiða, samþykkkir byggðarráð tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að veittur verði 100% afsláttur af því sem við kemur gatnagerðar- og lóðargjöldum af lóðum við Drafnargötu með þeim skilyrðum sem samþykkt voru af skipulags- og framkvæmdaráði. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að uppbygging íbúðarhúsnæðis sé að hefjast á Kópaskeri.

Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022

Á 122. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki þörf á að sameina tvær lóðir til uppbyggingar parhúss heldur dugi að stækka fyrirliggjandi einbýlishúsalóð. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að Leigufélaginu Bríeti ehf. verði boðin lóðin að Drafnargötu 1 til uppbyggingar parhúss. Skoðað verði í því samhengi hversu stóra lóð þarf undir byggingaráform umsækjanda og stærð lóðar látin ráðast af því. Úthlutun lóðarinnar verði með fyrirvara um að leyfi fáist til að byggja parhús á lóðinni. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð og sveitarstjórn að veittur verði 100% afsláttur af lóðum við Drafnargötu að því tilskyldu að fokheldi bygginga og ásættanlegum frágangi lóða verði lokið fyrir árslok 2024.

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Á grunni byggðarsjónarmiða, samþykkir byggðarráð tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að veittur verði 100% afsláttur af því sem við kemur gatnagerðar- og lóðargjöldum af lóðum við Drafnargötu með þeim skilyrðum sem samþykkt voru af skipulags- og framkvæmdaráði. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að uppbygging íbúðarhúsnæðis sé að hefjast á Kópaskeri.

Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið byggðarráðs og samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdráðs samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 422. fundur - 02.03.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar staða á verkefni Leigufélagsins Bríetar við Drafnargötu á Kópaskeri.
Sveitarstjóri fór yfir gang mála vegna fyrirhugaðra uppbyggingar á Kópaskeri.