Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

392. fundur 24. mars 2022 kl. 08:30 - 11:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið 7. sat fundinn Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðandi frá Deloitte ehf.

1.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð

Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi byggðarráðs var ákveðið að heimsækja Hraðið- nýsköpunarmiðatöð og skoða aðstöðu þeirra á Hafnarstéttinni á Húsavík. Einnig liggja fyrir byggðarráði frekar upplýsingar og gögn um starfssemina á Hafnarstéttinni.
Byggðarráð þakkar forsvarsfólki Hraðsins- nýsköpunarmiðstöðvar fyrir móttökurnar, góða og gagnlega kynningu á starfseminni á Hafnarstéttinni.
Sveitarstjóra er falið að taka saman frekari tillögur sem lagðar verða fyrir næsta fund byggðaráðs.

2.Sameiginlegt útboð sveitarfélaga á slökkvibílum

Málsnúmer 202112071Vakta málsnúmer

Á 391. fundi byggðarráðs þann 17.03.2022 fékk byggðarráð kynningu á tilboði í nýja slökkvibifreið eftir útboð sveitarfélaga á slökkvibifreiðum. Byggðarráð bókaði á fundinum að það muni meta tilboðið og þau gögn sem fyrir liggja og halda áfram með málið í næstu viku.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð um kaup á nýrri slökkvibifreið.

Aldey óskar bókað: Undirrituð ítrekar bókun sína frá síðasta fundi byggðarráðs og lýsir aftur yfir óánægju með að byggðarráð ætli að taka þessu tilboði.

3.Viðauki vegna þriggja ára áætlunar 2023- 2025

Málsnúmer 202203103Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna breytinga á fjárhagsáætlun næstu þriggja ára vegna kaupa á nýrri slökkvibifreið.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til samþykktar.
Viðaukinn felur í sér hækkun á útgjöldum um 16 m.kr. á tímabilinu 2023-2024. Heildarkaupverð slökkvibifreiðar er áætlað 91 m.kr.

4.Samningur um rekstur bókasafna Norðurþings

Málsnúmer 202202051Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir fyrirkomulag og rekstur bókasafna Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir að Norðurþing taki yfir rekstur bókasafna Norðurþings af Mennningarmiðstöð Þingeyinga. Áformað er að breytingin eigi sér stað í aprílmánuði.

5.Leigufélagið Bríet sækir um lóð að Drafnargötu Kópaskeri

Málsnúmer 202203098Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá 122. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs frá 22.03.2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð og sveitarstjórn að veittur verði 100% afsláttur af lóðum við Drafnargötu að því tilskyldu að fokheldi bygginga og ásættanlegum frágangi lóða verði lokið fyrir árslok 2024.
Á grunni byggðarsjónarmiða, samþykkkir byggðarráð tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að veittur verði 100% afsláttur af því sem við kemur gatnagerðar- og lóðargjöldum af lóðum við Drafnargötu með þeim skilyrðum sem samþykkt voru af skipulags- og framkvæmdaráði. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að uppbygging íbúðarhúsnæðis sé að hefjast á Kópaskeri.

6.Viðauki vegna Barnaverndar 2022

Málsnúmer 202201063Vakta málsnúmer

Á 385. fundi byggðarráðs þann 27.01.2022 var bókað. Byggðarráð samþykkir ósk fjölskylduráðs um ráðningu starfsmanns í barnavernd til allt að eins árs vegna aukinnar þyngdar í barnaverndarmálum á þjónustusvæðinu.
Afgreiðslu viðaukans er frestað þar til fyrir liggja nánari gögn.

Nánari gögn vegna viðauka liggja nú fyrir.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

7.Ársreikningur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202203101Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Ragnari fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2021.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

8.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir söngkeppni framhaldsskólanna 2022

Málsnúmer 202203102Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis. Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna fyrirhugaðrar Söngkeppni Framhaldsskólanna í Íþróttahöllinni á Húsavík 3. apríl nk.

Byggðarráð veitir jákvæða umsögn um tækifærisleyfið.

9.Framkvæmda- og þjónustufulltrúi

Málsnúmer 202203110Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fyrirhuguð auglýsing um starf framkvæmda- og þjónustufulltrúa hjá Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir Náttúruverndarnefndar Þingeyinga 2021-2022

Málsnúmer 202201043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð Náttúruverndarnefndar 3. mars.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.