Fara í efni

Viðauki vegna þriggja ára áætlunar 2023- 2025

Málsnúmer 202203103

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur viðauki vegna breytinga á fjárhagsáætlun næstu þriggja ára vegna kaupa á nýrri slökkvibifreið.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til samþykktar.
Viðaukinn felur í sér hækkun á útgjöldum um 16 m.kr. á tímabilinu 2023-2024. Heildarkaupverð slökkvibifreiðar er áætlað 91 m.kr.

Sveitarstjórn Norðurþings - 121. fundur - 29.03.2022

Á 392. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka og vísar honum til sveitarstjórnar til samþykktar. Viðaukinn felur í sér hækkun á útgjöldum um 16 m.kr. á tímabilinu 2023-2024. Heildarkaupverð slökkvibifreiðar er áætlað 91 m.kr.
Til máls tóku: Kristján Þór, Aldey, Hjálmar, Benóný og Hafrún.

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að Norðurþing dragi sig út úr útboði í samstarfi við Ríkiskaup um kaup á nýrri slökkvibifreið og jafnframt leggur undirrituð til að fallið verði frá þessari viðaukabreytingu fjárhagsáætlunar.

Tillögunni er hafnað með atkvæðum Benónýs, Birnu, Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar, Kristins og Kristjáns. Aldey greiðir atkvæði með tillögunni.


Fyrirliggjandi viðauki sem samþykktur með atkvæðum Benónýs, Birnu, Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar, Kristins og Kristjáns. Aldey greiðir atkvæði á móti.


Aldey leggur fram eftirfarandi bókun:
Það er hreinn og beinn tvískinnungsháttur að samþykkja nú kaup á 91 milljóna kr. slökkvibíl á Húsavík sem er meira en 20% umfram áætlun, á sama tíma og hafnað er í skipulags- og framkvæmdaráði fjárfestingu til frístundahúss fyrir börn á Húsavík og framkvæmdum á lóð við leikskólann í Lundi á þeim forsendum að kostnaður hafi verið umfram áætlun. Undirrituð hefur áður bent á í afgreiðslu fjárhagsáætlunar að hér er verið að binda hendur nýrrar sveitarstjórnar örfáum vikum fyrir kosningar með mikilli fjárfestingu sem ekki hefur verið samþykkt eða nein áform gerð um í stefnumörkun meirihluta eða sveitarstjórnar almennt. Með þessum fjárútlátum eru fjárfestingar Norðurþings til slökkviliðsins á kjörtímabilinu, eingöngu á Húsavík, farnar að nálgast hálfan milljarð króna. Undirritaðri finnst þetta fráleit forgangsröðun, sem ætti að snúa að brýnum úrbótum fyrir börn og fjölskyldur víða í sveitarfélaginu. Undirrituð samþykkir því ekki breytingu á fjárhagsáætlun til þriggja ára.