Fara í efni

Sameiginlegt útboð sveitarfélaga á slökkvibílum

Málsnúmer 202112071

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 391. fundur - 17.03.2022

Fyrir byggðarráði liggur kynning á niðurstöðu útboðs Ríkiskaupa um kaup á nýrri slökkvibifreið fyrir Norðurþing.

Á fund byggðarráðs mætir Dagný Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Benedikt e. Gunnarsson hjá Ólafi Gíslasyni & Co. hf.
Byggðarráð þakkar Dagnýju og Benedikt fyrir góða kynningu og yfirferð á tilboði frá Ólafi Gíslasyni & Co. hf.
Byggðarráð mun meta tilboðið og þau gögn sem fyrir liggja og halda áfram með málið í næstu viku.

Byggðarráð Norðurþings - 392. fundur - 24.03.2022

Á 391. fundi byggðarráðs þann 17.03.2022 fékk byggðarráð kynningu á tilboði í nýja slökkvibifreið eftir útboð sveitarfélaga á slökkvibifreiðum. Byggðarráð bókaði á fundinum að það muni meta tilboðið og þau gögn sem fyrir liggja og halda áfram með málið í næstu viku.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð um kaup á nýrri slökkvibifreið.

Aldey óskar bókað: Undirrituð ítrekar bókun sína frá síðasta fundi byggðarráðs og lýsir aftur yfir óánægju með að byggðarráð ætli að taka þessu tilboði.