Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

391. fundur 17. mars 2022 kl. 08:30 - 11:02 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Benóný Valur Jakobsson sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið 1. sátu fundinn frá Hraðinu- nýsköpunarmiðstöð, Óli Halldórsson, Lilja B. Rögnvaldsdóttir og Stefán Pétur Sólveigarson.

Undir lið 2. sátu fundinn Dagný Guðmundsdóttir og Benedikt E.Gunnarsson frá Ólafi Gíslasyni & co.hf.

1.Erindi frá Hraðið nýsköpunarmiðstöð

Málsnúmer 202112041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi ásamt minnisblaði frá Hraðinu- nýsköpunarmiðstöð.
Í minnisblaðinu eru raktar ýmsar hugmyndir um samstarf og aðkomu sveitarfélagsins Norðurþings að þeirri uppbyggingu og starfsemi sem er í gangi á Hafnarstéttinni á Húsavík.

Á fund byggðarráðs mæta fulltrúar frá Hraðinu- nýsköpunarmiðastöð.
Byggðarráð þakkar forsvarsfólki frá Hraðinu- nýsköpunarmiðsöð fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að safna saman samningum um sambærilega starfsemi á öðrum stöðum og hver aðkoma sveitarfélaga er að starfsemi sem þessari. Byggðarrráð mun heimsækja Hraðið- nýsköpunarmiðstöð í næstu viku og að aflokinni þeirri heimsókn taka málið upp aftur.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs til kynningar.

2.Sameiginlegt útboð sveitarfélaga á slökkvibílum

Málsnúmer 202112071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á niðurstöðu útboðs Ríkiskaupa um kaup á nýrri slökkvibifreið fyrir Norðurþing.

Á fund byggðarráðs mætir Dagný Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Benedikt e. Gunnarsson hjá Ólafi Gíslasyni & Co. hf.
Byggðarráð þakkar Dagnýju og Benedikt fyrir góða kynningu og yfirferð á tilboði frá Ólafi Gíslasyni & Co. hf.
Byggðarráð mun meta tilboðið og þau gögn sem fyrir liggja og halda áfram með málið í næstu viku.

3.Tillaga um breytta forgangsröðun fjárfestinga

Málsnúmer 202203005Vakta málsnúmer

Á 389. fundi byggðarráðs þann 03.03.2022, var frestað umræðu um neðangreinda tillögu þar til nánari gögn vegna útboðsins liggja fyrir.
Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram tillögu um að Norðurþing dragi sig út úr útboði í samstarfi við Ríkiskaup um kaup á nýrri slökkvibifreið og eftirláti nýrri sveitarstjórn, sem tekur við að örfáum mánuðum liðnum, að fjárfesta í stærri fjárfestingum fyrir komandi ár í eigin fjárhagsáætlun.
Benóný og Helena hafna tillögunni og Bergur Elías situr hjá.

Bergur Elías óskar bókað:
Hér er um stóra fjárhagslega ákvörðun að ræða sem auðveldlega gæti farið yfir 100 m.kr. Tel mikilvægt að vanda vel til verka og að afstaða allra kjörinna fulltrúa liggi fyrir áður en endanlega ákvörðun verður staðfest.

Benóný óskar bókað:
Undirritaður hafnar tillögu V lista þrátt fyrir að niðurstaða útboðsins hafi verið yfir kostnaðaráætlun vegna þess að ég tel verulega ólíklegt að hagstæðari kjör verði í boði á næstu árum og ljóst að endurnýjunar er þörf mjög fljótlega. Það er vissulega svo að fjármagn er af skornum skammti og að mörgu að hyggja, öryggistæki eins og slökkvibifreið er nauðsynlegt að sé í lagi öryggis íbúa og fyrirtækja vegna og því tel ég rétt að ráðast í þessi kaup á þessu stigi þó að mörg önnur verkefni væru líka nauðsynleg.

Aldey óskar bókað:
Tillaga undirritaðrar fyrir hönd V lista og óháðra felur í sér að draga Norðurþing út úr slökkvibílaútboði og víkja frá áformum um 75 m.kr. fjárútlát. Nú liggur fyrir að tilboð sem barst var meira að segja langt umfram þessa áætlun, eða upp á 92 m.kr.
Undirrituð lýsir megnri óánægju með að meirihluti byggðaráðs ætli þrátt fyrir þetta að halda málinu til streitu og ítrekar fyrri tillögur og bókanir í þá veru að tímabært sé að sinna frekar brýnni fjárfestingu í þágu barna og fjölskyldna. Sú fjárþörf hefur safnast upp, m.a. í skólum Norðurþings, ekki síst fyrir það að 300 m.kr. slökkviliðsbygging á Húsavík á liðnum árum hefur skert takmarkaða fjárfestingargetu til annarra hluta. Meðal brýnna fjárfestinga af því tagi er endurnýjun úrelts tölvubúnaðar í stofur og bókasöfn skóla Norðurþings, hljóðkerfis í sal Borgarhólsskóla og húsgagna og aðbúnaðs fyrir kennara og starfsfólk. Þá hefur úrbótum á lóð Borgarhólsskóla ekki verið sinnt, þrátt fyrir áskoranir þar um frá nemendum Borgarhólsskóla.
Undirrituð vísar því allri ábyrgð á þessari afgreiðslu og forgangsröðun frá sér.


Hafrún óskar bókað:
Að hún sé samþykk niðurstöðu meirihluta byggðarráðs.

4.Ósk um viðræður við Norðurþing vegna stórþaravinnslu

Málsnúmer 202202101Vakta málsnúmer

Íbúafundur var haldinn á Húsavík þann 16. mars þar sem hugmyndir Íslenskra verðbréfa hf. og Íslandsþara ehf. um uppbyggingu stórþaravinnslu og nýsköpun henni tengdri voru kynntar. Sérstaklega var farið yfir áform tengd rannsóknar- og nýtingarleyfi á stórþara úti fyrir norðurlandi og vinnslu afurðarinnar. Stjórn Íslandsþara ehf. metur nú nokkrar staðsetningar á Norðurlandi sem hentað geta vinnslunni og er Húsavík álitlegur kostur.
Byggðarráð þakkar íbúum Norðurþings fyrir góða mætingu á fundinn og fyrir ágætar umræður sem sköpuðust á fundinum um uppbyggingaráform Íslandsþara ehf. á Norðurlandi.


5.CrowdThermal og samfélagsgróðurhús

Málsnúmer 201909081Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fer yfir málið og kynnir minnisblað fyrir byggðarráði.
Byggðarráð samþykkkir að taka við gróðurhúsi og sjá um rekstur þess. Málinu vísað til nánari úrfærslu í samræmi við fyrirliggjandi minnnisblað til skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Sérákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags Húsavíkur og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202201066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur uppfærsla á eldra samkomulagi um sérákvæði í kjarasamningi Starfsmannafélags Húsavíkur.
Byggðarráð samþykkir uppfærslu á samkomulaginu.

7.Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2022

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um styrk vegna Tónkvíslar Framhaldsskólans á Laugum sem haldin verður í mars 2022.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Tónkvísl Framhalsskólans á Laugum um 100.000 kr á árinu 2022.

8.Ársþing SSNE 2022

Málsnúmer 202203072Vakta málsnúmer

Ársþing SSNE 2022 verður haldið á Fosshótel Húsavík 8. og 9. apríl næstkomandi. Fyrir byggðarráði liggur dagskrá þingsins ásamt þeim tillögum og fundargögnum sem liggja fyrir þinginu.
Lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar skýrsla um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi.
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir SSNE 2022

Málsnúmer 202201054Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 36. fundar stjórnar SSNE frá 09.03.2022.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201113Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 49. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, föstudaginn 11. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur lánasjóðs sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202203067Vakta málsnúmer

Fyrir bggðarráði liggur til kynningar fundarboð, aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 15:00.
Lagt fram til kynningar.

13.Allsherjar- og menntamálanefnd, til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202203064Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.

Sama nefnd óskar einnig eftir umsögn um frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Lagt fram til kynningar.

14.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202201101Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldastofn fasteignaskatts), 78. mál.
Lagt fram til kynningar.

15.Velferðanefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202025Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um fjöleignarhús (gæludýrahald), 57. mál.
Lagt fram til kynningar.

16.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Til umsagnar í byggðarráði.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti, nr. 81/2003, með síðari breytingum (farsímasamband á þjóðvegum), 43. mál.

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:02.