Fara í efni

Jafnlaunavottun - úttektir 2019 - 2022

Málsnúmer 201912126

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 355. fundur - 04.03.2021

Í febrúar 2020 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert og í febrúarmánuði 2021 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Í viðhaldsúttektinni, sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað vegna samkomutakmarkana, var farið yfir rekstur kerfisins m.t.t. krafna staðalsins og innri krafna.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, að lokinni viðhaldsúttekt 1, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 5%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,7%.
Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.

Byggðarráð Norðurþings - 393. fundur - 07.04.2022

Í mars 2022 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert og í febrúarmánuði 2022 fór fram viðhaldsúttekt á jafnlaunakerfinu í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012. Í viðhaldsúttektinni, sem fór fram í gegnum fjarfundabúnað var farið yfir rekstur kerfisins m.t.t. krafna staðalsins og innri krafna.
Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, að lokinni viðhaldsúttektinni, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 3%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,8%.

Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.

Byggðarráð Norðurþings - 422. fundur - 02.03.2023

Í febrúar 2023 var jafnlaunakerfi Norðurþings vottað af vottunaraðilanum iCert þann 19. febrúar 2023 var gefið út vottunarskírteini sem gildir til 19. febrúar 2026. Niðurstaða úttektarstjóra er að jafnlaunakerfi Norðurþings uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 og mælir úttektarstjóri, með óbreyttri stöðu vottunar á jafnlaunakerfi Norðurþings, innan hins tilgreinda gildissviðs allir starfsmenn Norðurþings.
Markmið Norðurþings fyrir liðið ár var að óútskýrður launamunur yrði enginn og frávik ekki meiri en 3%. Það markmið náðist, þar sem frávik voru einungis 1,9%. Norðurþing stefnir að því að óútskýrður launamunur verði enginn og frávik aldrei meiri en 3% skv. þeim viðmiðunum sem notuð eru í úttektum til að uppfylla kröfur íslenska jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Fylgni milli starfaflokkunar og þeirra launa sem greidd eru (R2) skal ekki vera lægri en 92%. Eftir því sem jafnlaunakerfið þróast er stefnt að því að bæta við fleiri mælanlegum markmiðum sem tryggja virkni jafnlaunakerfisins.