Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

133. fundur 13. apríl 2023 kl. 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Halldór Jón Gíslason 2. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Upptöku frá 133. fundi sveitarstjórnar má finna á eftirfarandi link:

https://www.youtube.com/watch?v=qYjAv1hI7cc

1.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Á 426. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2022.

Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Bergþór, Benóný og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2022 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

2.Erindisbréf fastaráða Norðurþings

Málsnúmer 202101137Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til samþykktar erindisbréf byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs.

Erindisbréf byggðarráðs var samþykkt og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn á 425. fundi ráðsins.

Erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs var samþykkt og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn á 152. fundi ráðsins.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf byggðarráðs.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings

Málsnúmer 202302025Vakta málsnúmer

Á 425. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum, um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Hafrún, Hjálmar, Aldey og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur um ábyrgðarmörk og starfshætti stjórnenda, kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í stjórnsýslu Norðurþings.


Reglurnar verða birtar á vefsíðu sveitarfélagsins.

4.Umsókn um lóð að Hraunholti 22-24

Málsnúmer 202303047Vakta málsnúmer

Á 150. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Hraunholti 22-24 verði úthlutað til HG17 ehf.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

5.Umsókn um lóð að Hraunholti 26-28

Málsnúmer 202303048Vakta málsnúmer

Á 150. fundi skipulags- og framkvæmaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Hraunholti 26-28 verði úthlutað til HG17 ehf.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

6.EMAR byggingavörur ehf.óska eftir lóð að Drafnargötu 4

Málsnúmer 202303081Vakta málsnúmer

Á 150. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Drafnargötu 4, Kópaskeri, verði úthlutað til EMAR byggingavara ehf. í stað Drafnargötu 1.
Til máls tóku: Benóný og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

7.Ósk um sameiningu lóða við Garðarsbraut 79-83

Málsnúmer 202303125Vakta málsnúmer

Á 152. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Garðarsbraut 79-83. Afmörkun lóðar verði í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

8.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer

Á 152. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögu:

1. Teikna byggingarreit 3 m suður fyrir Stóragarð 4 undir mögulegar svalir.
2. Teikna 7 m x 5 m byggingarreit fyrir allt að 25 m² garðhýsi á lóðinni að Stóragarði 4 til samræmis við óskir lóðarhafa. Hámarksvegghæð húss yrði 2,5 m og hámarksmænishæð 3,7 m. Garðhýsi verði hannað með hliðsjón af fyrirliggjand húsi á lóðinni m.t.t. þakforms ytri klæðningar og gluggasetningar.
3. Teikna stækkun lóðar að Stóragarði 4 og 6 til samræmis við framlagða rissmynd.
4. Tengja á uppdrætti göngustíg framan við Stóragarð 4 og 6 við göngustíg við íþróttahöll.
5. Aðkoma að bílastæði við íþróttahöll verði við norðaustur horn íþróttahallar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku: Benóný, Helena, Aldey, Áki og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

9.Skipulags- og framkvæmdaráð - 150

Málsnúmer 2303005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 150. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík": Benóný, Hjálmar, Helena, Aldey, Áki og Eiður.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

10.Skipulags- og framkvæmdaráð - 151

Málsnúmer 2303009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 151. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 6 "Römpum upp Ísland": Eiður, Aldey og Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

11.Skipulags- og framkvæmdaráð - 152

Málsnúmer 2303012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 152. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Umsókn um styrk til húsafriðunarsjóðs, Kvíabekkur": Benóný og Hafrún.

Til máls tóku undir lið 9 "Merkingar bílastæða í Norðurþingi": Eiður, Áki og Benóný.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

12.Fjölskylduráð - 144

Málsnúmer 2302012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 144. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Mærudagar 2023": Helena, Benóný og Eiður.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

13.Fjölskylduráð - 145

Málsnúmer 2303006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 145. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Efling tónlistarnáms í Norðurþingi": Aldey og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

14.Fjölskylduráð - 146

Málsnúmer 2303008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 146. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 147

Málsnúmer 2303011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 147. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla": Helena, Benóný og Eiður.

Til máls tóku undir lið 8 "Hönnun skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk": Eiður og Helena.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

16.Byggðarráð Norðurþings - 424

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 424. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 13 "Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka": Hafrún og Benóný.

Til máls tók undir lið 4 "Markaðsherferð fyrir Húsavík": Benóný.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

17.Byggðarráð Norðurþings - 425

Málsnúmer 2303010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 425. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 1 "Ráðning sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði": Hafrún.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 426

Málsnúmer 2303013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 426. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 10

Málsnúmer 2303007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 10. fundar stjórnar hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

20.Orkuveita Húsavíkur ohf - 241

Málsnúmer 2303001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 241. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 4 "Fyrirkomulag styrkumsókna": Aldey.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið.