Fara í efni

Beiðni til Norðurþings vegna snjómoksturs á vegi 85 um Kelduhverfi.

Málsnúmer 202102056

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs sendi um daginn í samráði við hverfisráð svæðisins, skólabílstjóra og framkvæmdastjóra Fjallalambs og Fiskeldi Samherja erindi til Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir því að fyrirkomulag snjómoksturs á þjóðvegi 85 (Lón-Kópasker) verði aðlagað að þörfum samfélagsins hér. Miðað er við að vegurinn opni fyrst um 07:30 en starfsmenn stærstu fyrirtækja byrja kl. 07:00 og skólabílar eru fyrr á ferðinni.

Gildandi þjónustuflokkur er 3, og skv. svörum sem bárust er ekki svigrúm til þess að fara fyrr af stað nema vegurinn fari í annan flokk, þó er „auðveldlega“ hægt að breyta moksturstíma um miðjan dag með samráði verkstjóra, vaktstöðvar og óskum sveitarfélags, óska hér með eftir því að skipulags- og framkvæmdaráð komi því ferli af stað með það í huga að búið verði að moka þegar skólabílar og starfsmenn stærstu vinnustaða svæðisins eru á ferðinni.

Meginvandamálið í þessu er þó fyrst og fremst um morgnana, því verður ekki hægt að breyta nema vegurinn verði færður upp um þjónustuflokk, óska ég þá einnig eftir því að skipulags- og framkvæmdaráð þrýsti á Vegagerðina að endurskoða þjónustuflokkinn hér við fyrsta tækifæri.
Skipulag- og framkvæmdaráð tekur undir með hverfisráðum Öxarfjarðar og Kelduhverfis og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulag- og framkvæmdaráð tekur undir með hverfisráðum Öxarfjarðar og Kelduhverfis og vísar erindinu til sveitarstjórnar.
Til máls tóku; Silja, Hrund og Bergur.

Sveitarstjórn Norðurþings tekur undir með hverfisráðum Kelduhverfis og Öxarfjarðar varðandi að bæta megi snjómoksturtíma á vegi 85. Samkvæmt samskiptum starfsmanns Norðurþings við þjónustusvið Vegagerðarinnar þarf sveitarfélag að óska þess að snjómoksturstíma sé breytt um miðjan dag og er það þá lagað í samráði verkstjóra og vaktstöðvar. Sveitarstjórn Norðurþings fer fram á að snjómoksturstíma sé breytt seinnipart dags í samræmi við óskir hverfisráða og í samráði við þau.
Einnig hvetur sveitarstjórn Norðurþings Vegagerðina til að færa veg 85 frá Lóni í Kelduhverfi upp um þjónustuflokk svo koma megi til móts við óskir hverfisráða, fyrirtækja og skólabílstjóra með öryggi skólabarna og annara vegfarenda í huga.
Undir sama máli er erindi frá verkefnisstjóra atvinnu- og samfélagsþróunar á Raufarhöfn sem óskar eftir því að horft verði til þess samhliða að þjónustustig verði hækkað samhliða á leiðinni frá Kópaskeri til Raufarhafnar þar sem skólaakstur er einnig á þeirri leið og því einnig öryggissjónarmið sem þarf að hafa í huga.
Sveitarstjórn tekur einnig undir það erindi.