Fara í efni

Gullmolar ehf. óskar eftir úthlutun lóða að Höfða 4-8

Málsnúmer 202101107

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 87. fundur - 26.01.2021

Gullmolar ehf. óska eftir úthlutun lóða að Höfða 4-8 á Húsavík. Fyrirtækið hefur áhuga á að byggja 4-5.000 m² atvinnuhúsnæðis í einu eða fleiri húsum á lóðum Höfða 4-10. Slík uppbygging samræmist ekki núgildandi deiliskipulagi og óskar fyrirtækið samráðs við endurskoðun deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Gullmolum ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum að Höfða 4, 6 og 8 með fyrirvörum um afgreiðslu breytingar deiliskipulags. Ráðið telur tímabært að endurskoða deiliskipulag á Höfða og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu þar að lútandi.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 87. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Gullmolum ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðum að Höfða 4, 6 og 8 með fyrirvörum um afgreiðslu breytingar deiliskipulags. Ráðið telur tímabært að endurskoða deiliskipulag á Höfða og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu þar að lútandi.
Til máls tóku; Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.