Fara í efni

Ósk um stækkun lóðar að Höfðavegi 8

Málsnúmer 202102030

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 89. fundur - 09.02.2021

Guðmundur Þráinn Kristjánsson óskar lóðarstækkunar Höfðavegs 8 skv. framlögðum hnitsettum lóðaruppdrætti. Lóðarblað er að mestu í samræmi við deiliskipulag svæðisins fyrir utan að lóðarmörk við Höfðaveg 10 hnikast nær Höfðavegi 10. Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa Höfðavegar 10 fyrir þeirri breytingu. Lóðin að Höfðavegi 8 yrði eftir breytingu 437,5 m² og lóðin að Höfðavegi 10 546,1 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að skilja eftir lítilsháttar svæði fyrir snjómokstur og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði boðin lóð til samræmis við uppfærða tillögu að lóðarmörkum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 110. fundur - 16.02.2021

Á 89. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið;

Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að skilja eftir lítilsháttar svæði fyrir snjómokstur og leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði boðin lóð til samræmis við uppfærða tillögu að lóðarmörkum.

Til máls tók; Silja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.