Fara í efni

Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202101045

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 82. fundur - 25.01.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla.
Fræðslufulltrúi kynnti hugmyndir að auknu samstarfi og sameiginlegri skólastjórnun Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Hugmyndin verður þvínæst kynnt á samráðsfundum með foreldrum og starfsmönnum í febrúar. Nemendum verða einnig kynntar hugmyndirnar. Ákvörðun um málið verður tekin á fundi fjölskylduráðs í kjölfarið. Ef sameiginleg skólastjórnun verður niðurstaðan verður gengið frá ráðningu skólastjóra eins fljótt og unnt er.
Markmið samstarfsins og sameiginlegrar skólastjórnunar er að efla báða skóla sem staðsettir eru í brothættum byggðum og auka samstarf með samræmingu skólastarfs, samnýtingu mannauðs, þekkingar og reynslu svo úr verði öflugt lærdómssamfélag.

Fjölskylduráð - 83. fundur - 08.02.2021

Fjölskylduráð tekur málið til umfjöllunar í kjölfar funda sem haldnir voru 1. febrúar sl. með fulltrúum ráðsins og fræðslustjóra ásamt foreldrum og starfsfólki Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Fjallað var um málið á 82. fundi ráðsins. Einnig hefur verið fjallað um málið undir 202002071 - Skólastarf austan Húsavíkur.
Fundargerðir fundanna voru lagðar fram og afstaða foreldra og starfsfólks kynntar.
Fjölskylduráð samþykkir að Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla verði stýrt af sama skólastjóra frá og með skólaárinu 2021- 2022. Stefnt er að auknu samstarfi nemenda, foreldra og starfsfólks.
Yfirmarkmið þessa eru aukið samststarf, efling skólanna og aukin gæði náms. Auk þess eru eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
Efla báða skóla sem staðsettir eru í brothættum byggðum.
Auka samstarf með samræmingu skólastarfs og samnýtingu mannauðs, þekkingar og reynslu svo úr verði öflugt lærdómssamfélag.
Nýta fagþekkingu starfsfólks á báðum stöðum.
Efla þjónustu við nemendur, tryggja fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám og jafna aðgang nemenda að námi.
Styrkja nemendur félagslega.
Nýta aðstöðu á báðum stöðum.
Efla innleiðingarferli skólastefnu Norðurþings og tryggja að framtíðarsýn hennar verði að veruleika, hlutverki sveitarfélagsins sé betur sinnt og meginmarkmið hennar náist.

Þannig verði frekar tryggt að ákvæðum laga um grunnskóla, Aðalnámskrár og skólastefnu Norðurþings sé framfylgt.

Ráðið felur fræðslufulltrúa að ganga frá ráðningu skólastjóra til næstu 2ja ára.

Fjölskylduráð - 131. fundur - 18.10.2022

Fjölskylduráð fjallar um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí 2023.
Fjölskylduráð þakkar Hrund fyrir góða yfirferð og fagnar því að vel hafi tekist til. Ráðið ákveður að skólastjórn verði áfram sameiginleg og staða skólastjóra auglýst. Fræðslufulltrúa falið að skoða útfærslur að auknu samstarfi í samráði við foreldra, börn, starfsfólk og skólastjóra.

Fjölskylduráð - 143. fundur - 28.02.2023

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð mun halda áfram umfjöllun um málið á næsta fundi ráðsins.

Fjölskylduráð - 145. fundur - 21.03.2023

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí.
Ráðið fjallar einnig um og kynnir leiðir til framkvæmdar skólahalds á austursvæði í framhaldinu.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að undirbúa og hefja viðtöl við foreldra grunn- og leikskólabarna á Raufarhöfn og kynna fyrir þeim þá kosti sem eru til umfjöllunar varðandi skólahald á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð - 146. fundur - 28.03.2023

Fræðslufulltrúi leggur fram til kynningar framkvæmd viðtala við foreldra nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar um fyrirkomulag skólahalds.
Fræðslufulltrúi upplýsti um framvindu mála.

Fjölskylduráð - 147. fundur - 04.04.2023

Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður viðtala við foreldra nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar um fyrirkomulag skólahalds.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir tveimur skólastjórum, í Öxarfjarðaskóla og í Grunnskóla Raufarhafnar.

Fjölskylduráð - 152. fundur - 16.05.2023

Fræðslufulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála eftir að umsóknarfresti um stöður skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðar lauk.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að vinna áfram að umsókn um þróunarskólaleyfi og undirbúa samning við Ásgarð um skólastjórn á Raufarhöfn.

Fjölskylduráð - 169. fundur - 21.11.2023

Skólastjóri Öxarfjarðarskóla og skólastjórn Grunnskóla Raufarhafnar leggja fram til kynningar fyrirkomulag samstarfs skólanna.
Ráðið þakkar fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með fyrirkomulag samstarfsins.