Fjölskylduráð

131. fundur 18. október 2022 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
  Aðalmaður: Helena Eydís Ingólfsdóttir
 • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
 • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
 • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Hróðný Lund félagsmálastjóri
 • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
 • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
 • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-2.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 1.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 og 7.

1.Áætlanir vegna ársins 2023

202205060

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2023.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun fræðslusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 49.438.864.

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 29.500.000.

Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustusviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 11.884.090.


Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlun menningarsviðs til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um kr. 2.226.108.


Ráðið felur sviðsstjórum að taka saman minnisblað um stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2023 og láta fylgja með til byggðarráðs.

2.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

202101045

Fjölskylduráð fjallar um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí 2023.
Fjölskylduráð þakkar Hrund fyrir góða yfirferð og fagnar því að vel hafi tekist til. Ráðið ákveður að skólastjórn verði áfram sameiginleg og staða skólastjóra auglýst. Fræðslufulltrúa falið að skoða útfærslur að auknu samstarfi í samráði við foreldra, börn, starfsfólk og skólastjóra.

3.Ungmennaráð 2022 - 2023

202210048

Fyrir fjölskylduráði liggja tillögur um aðila í Ungmennaráð sveitarfélagsins en er ekki hægt að skipa í ráðið þar sem vantar tillögum frá Framhaldsskólanum á Húsavík.
Fjölskylduráð frestar erindinu og óskar hér með eftir tillögum um aðila í Ungmennaráð sveitarfélagsins frá framhaldsskólanum á Húsavík.

4.Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023-

202210034

Íþróttafélagið Völsungur hefur skipað samninganefnd vegna samstarfssamings við sveitarfélagið og óskar eftir að hefja samningaviðræður.
Fjölskylduráð skipar í samninganefnd sveitarfélagsins eftirfarandi aðila:

Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Ingibjörg Benediktsdóttir, kjörinn fulltrúi.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, kjörinn fulltrúi.

Ráðið felur samninganefnd að boða fulltrúa Völsungs á fund.

5.Gjaldskrá íþrótta- og tómstundasviðs 2023

202210050

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að gjaldskrá íþrótta- og tómstundamál fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Aðstaða ferðamanna á tjaldsvæðinu á Húsavík

202210049

Norðurþingi hefur borist bréf frá aðalvarðstjóra lögreglunnar á Húsavík varðandi aðstöðu á tjaldsvæðinu á Húsavík utan háannatíma um sumarið.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrá menningarsviðs 2023

202210056

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að gjaldskrá Bókasafna Norðurþings fyrir árið 2023
Fjölskylduráð samþykkir hækkun á gjaldskrá Bókasafna Norðurþings um 7.5% og vísar til kynningar í byggðarráði og staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 11:45.