Fara í efni

Fjölskylduráð

145. fundur 21. mars 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Birna Björnsdóttir foreldrafulltrúi Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.

Guðni Bragason skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur sat fundinn undir lið 2.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir skólastjóri leikskólans Grænuvalla sat fundinn undir lið 3.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um hvernig til hafi tekist með aukið samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla og sameiginlega skólastjórnun þeirra. Tveggja ára tímabundinni ráðningu skólastjóra lýkur 31. júlí.
Ráðið fjallar einnig um og kynnir leiðir til framkvæmdar skólahalds á austursvæði í framhaldinu.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að undirbúa og hefja viðtöl við foreldra grunn- og leikskólabarna á Raufarhöfn og kynna fyrir þeim þá kosti sem eru til umfjöllunar varðandi skólahald á Raufarhöfn.

2.Efling tónlistarnáms í Norðurþingi

Málsnúmer 202303078Vakta málsnúmer

Formaður fjölskylduráðs óskar eftir umræðu um leiðir til eflingar tónlistarnáms í Norðurþingi.
Á fundinn kom Guðni Bragason, skólastjóri Tónlistarskólans.
Fjölskylduráð þakkar Guðna fyrir komuna og góða yfirferð á starfsemi skólans. Unnið er að starfsreglum og starfsáætlun er væntanleg og mun ráðið þá taka málið upp að nýju.

3.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla og þær áskoranir sem fram undan eru í leikskólamálum á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði Valdísi fyrir komuna á fundinn. Ráðið felur fræðslufulltrúa að taka saman upplýsingar varðandi heimgreiðslur annarra sveitarfélaga. Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fyrirkomulag og áskoranir leikskólamála til skemmri og lengri tíma.

Fundi slitið - kl. 10:30.