Fara í efni

Fjölskylduráð

147. fundur 04. apríl 2023 kl. 08:30 - 11:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 4-8.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.
Birna Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra Grunnskóla Raufarhafnar sat fundinn undir lið 1.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir yfirsálfræðingur sat fundinn undir lið 2.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir lið 9.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202101045Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður viðtala við foreldra nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar um fyrirkomulag skólahalds.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að auglýsa eftir tveimur skólastjórum, í Öxarfjarðaskóla og í Grunnskóla Raufarhafnar.

2.Skólaþjónusta Norðurþings - Sálfræðiþjónusta

Málsnúmer 202204034Vakta málsnúmer

Greinargerð yfirsálfræðings um sálfræðiþjónustu Skólaþjónustu Norðurþings er lögð fram til kynningar.
Það er vilji fjölskylduráðs að auglýst verði eftir sálfræðingi í 50-80% starfshlutfall til að mæta verkefnum sem snúa að innleiðingu farsældarlaga og framkvæmd þeirra. Auk þess telur ráðið brýnt að stuðningur við starfsfólk skólanna verði efldur.

3.Sjálfsmat fyrir stefnumótun um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla

Málsnúmer 202303104Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar lýsing á fræðslu- og umræðufundum um úthlutun og ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla sem Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til.
Lagt fram til kynningar.

4.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Frístundar skólaárið 2023-2024.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa og íþrótta- og tómstundafulltrúa að taka saman minnisblað um starfsemi Frístundar á komandi starfsári.

5.Styrkumsókn vegna öldungamóts í blaki

Málsnúmer 202303118Vakta málsnúmer

Dagana 28. -30. apríl verður 46. öldungamótið í blaki haldið af blakdeildum Völsungs og KA á Akureyri og Húsavík. Búast má við 150-170 liðum og stefnt er á að keppa á 13 völlum, tíu á Akureyri og þremur hér á Húsavík. Gífurlegur kostnaður fylgir því að halda svo stórt mót þar sem mikinn búnað þarf til þess, sérstaklega til að setja upp blakvelli í Boganum á Akureyri.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til flutnings og uppsetningar á völlunum þar.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en styrkveitingin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundasviðs. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í byggðarráði.

6.Golfklúbbur Húsavíkur - samningamál 2023

Málsnúmer 202303106Vakta málsnúmer

Samstarfs og styrktarsamningur Norðurþings og GH rann út um síðastliðin áramót. GH óskar eftir að hefja viðræður við Norðurþing um nýjann samning.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að hefja undirbúning að nýjum samningi við GH.

7.Sögunefnd Völsungs - styrkumsókn

Málsnúmer 202303105Vakta málsnúmer

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir styrk við 1. áfanga á ritun á 100 ára sögu félagsins. Markmiðið er að sagan verði á rafrænu formi og aðgengileg öllum að kostnaðarlausu. Byrjað verður að setja söguna á rafrænt form sumarið 2023 og verður vinnan áfangaskipt. Áfangarnir verði birtir eftir því sem unnið er að verkefninu og lokaáfanginn kynntur á 100 ára afmæli félagsins 12. apríl 2027.

Sótt er um styrk í lista og menningarsjóð að upphæð 200 þúsund kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000- kr. úr lista- og menningarsjóði.

8.Hönnun skíðavæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202204113Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til kynningar hönnun á heilsárs útivistarsvæði Norðurþings við Reyðarárhnjúk. Verkið er unnið af ráðgjafastofuna SE Group í samráði við hagaðila.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kynna hönnunarskýrsluna fyrir starfandi samráðshópi um uppbyggingu heilsárs útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk.

9.Ályktanir frá Félagi eldri borgara Húsavík og nágrenni

Málsnúmer 202303100Vakta málsnúmer

FEBHN óskar eftir að ályktanir sem varða málefni eldra fólks og samþykktar voru á aðalfundi félagsins verði sendar til kynningar hjá fjölskylduráði.

Einnig er óskað eftir að ályktanirnar fara til kynningar hjá öldungaráði.
Fjölskylduráð vísar bókun FEBHN um hjúkrunarheimili til byggðarráðs. Ályktunum FEBHN er vísað til kynningar í öldungaráði. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.