Fara í efni

Sögunefnd Völsungs - styrkumsókn

Málsnúmer 202303105

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 147. fundur - 04.04.2023

Íþróttafélagið Völsungur óskar eftir styrk við 1. áfanga á ritun á 100 ára sögu félagsins. Markmiðið er að sagan verði á rafrænu formi og aðgengileg öllum að kostnaðarlausu. Byrjað verður að setja söguna á rafrænt form sumarið 2023 og verður vinnan áfangaskipt. Áfangarnir verði birtir eftir því sem unnið er að verkefninu og lokaáfanginn kynntur á 100 ára afmæli félagsins 12. apríl 2027.

Sótt er um styrk í lista og menningarsjóð að upphæð 200 þúsund kr.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000- kr. úr lista- og menningarsjóði.