Fara í efni

Styrkumsókn vegna öldungamóts í blaki

Málsnúmer 202303118

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 147. fundur - 04.04.2023

Dagana 28. -30. apríl verður 46. öldungamótið í blaki haldið af blakdeildum Völsungs og KA á Akureyri og Húsavík. Búast má við 150-170 liðum og stefnt er á að keppa á 13 völlum, tíu á Akureyri og þremur hér á Húsavík. Gífurlegur kostnaður fylgir því að halda svo stórt mót þar sem mikinn búnað þarf til þess, sérstaklega til að setja upp blakvelli í Boganum á Akureyri.
Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 1.000.000 til flutnings og uppsetningar á völlunum þar.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en styrkveitingin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundasviðs. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 426. fundur - 05.04.2023

Á 147. fundi fjölskylduráðs 4. apríl 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en styrkveitingin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundasviðs. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 500 þ.kr vegna öldungamóts í blaki 2023.