Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

426. fundur 05. apríl 2023 kl. 08:30 - 09:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 1 sat fundinn Hólmgrímur Bjarnason endurkoðandi frá Deloitte.

1.Ársreikningur Norðurþings 2022

Málsnúmer 202212080Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að ársreikningum sjóða og B-hluta félaga sveitarfélagsins.
Byggðarráð þakkar Hólmgrími frá Deloitte fyrir ítarlega og góða yfirferð á ársreikningi 2022.
Byggðarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í mars 2023 og o.fl. tengt rekstri Norðurþings.
Fjármálastjóri fór yfir útsvarsstekjur vegna fyrstu þriggja mánaða 2023 og fleiri mál tengd rekstri Norðurþings.

3.Uppfærsla á myndum í götusýn í Norðurþingi

Málsnúmer 202303123Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áætlaður kostnaður við uppfærslu á götusýn í "Google Street View"
Það sem bætist við eru götur á Raufarhöfn og uppfærsla á götum á Húsavík og Kópaskeri. Götusýnin hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2013.

Sýndarferð getur bætt við og uppfært myndir af:
- Götum
- Göngustígum
- Ferðamannastöðum
- Söfnum
- Sundlaugum
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa og áætlað er að kostnaður verði að hámarki 500 þ.kr.

4.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að svari sveitarstjóra.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara Hverfisráði Raufarhafnar þeim spurningum sem fyrir liggja í samræmi við umræður á fundinum.

5.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis tvö frumvörp til laga.

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál.

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, 860. mál
Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnuveganefnd til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2023

Málsnúmer 202303126Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur frá atvinnuveganefnd Alþingis að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um landbúnaðarstefnu til ársins 2040, 914. mál og umsögn um tillögu til þingsályktunar um matvælastefnu til ársins 2040, 915. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Ársþing SSNE 2023

Málsnúmer 202303127Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð; Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi- eystra 2023.

Stjórn SSNE boðar hér með til ársþings á Siglufirði.
Dagskrá hefst kl. 11.00, þingið verður sett kl. 12.30 föstudaginn 14. apríl og lýkur kl. 12.00 laugardaginn 15. apríl.
Lagt fram til kynningar.

8.Styrkumsókn vegna öldungamóts í blaki

Málsnúmer 202303118Vakta málsnúmer

Á 147. fundi fjölskylduráðs 4. apríl 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið en styrkveitingin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar íþrótta- og tómstundasviðs. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 500 þ.kr vegna öldungamóts í blaki 2023.

Fundi slitið - kl. 09:50.