Fara í efni

Uppfærsla á myndum í götusýn í Norðurþingi

Málsnúmer 202303123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 426. fundur - 05.04.2023

Fyrir byggðarráði liggur áætlaður kostnaður við uppfærslu á götusýn í "Google Street View"
Það sem bætist við eru götur á Raufarhöfn og uppfærsla á götum á Húsavík og Kópaskeri. Götusýnin hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2013.

Sýndarferð getur bætt við og uppfært myndir af:
- Götum
- Göngustígum
- Ferðamannastöðum
- Söfnum
- Sundlaugum
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við tilboðsgjafa og áætlað er að kostnaður verði að hámarki 500 þ.kr.