Fjölskylduráð

146. fundur 28. mars 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Halldór Jón Gíslason varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3 og 5.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 1 og 4-5.

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu og Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi Norðurþings komu á fundinn undir lið 1.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar og Birna Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra komu á fundinn undir lið 2.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri á Grænuvöllum kom á fundinn undir lið 3.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings

202208049

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir frá Eflu kom á fund fjölskylduráðs til að kynna fyrirhugaða endurskoðun aðalskipulags Norðurþings. Í tilefni af endurskoðuninni óskaði hún eftir að fá að koma inn á fund nefndarinnar, kynna fyrirhugaða endurskoðun og eiga samtal um stöðu þess málaflokks sem nefndin er með til umfjöllunar og hvort tengt honum séu einhverjar breytingar eða þróun sem kallar á að stefna í núgildandi aðalskipulagi sé uppfærð. Á fundinn komu skipulagsráðgjafi frá Eflu (fjar) og skipulagsfulltrúi Norðurþings.
Fjölskylduráð þakkar Hrafnhildi fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar.

2.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

202101045

Fræðslufulltrúi leggur fram til kynningar framkvæmd viðtala við foreldra nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar um fyrirkomulag skólahalds.
Fræðslufulltrúi upplýsti um framvindu mála.

3.Grænuvellir - Starfsemi

202208023

Fræðslufulltrúi leggur fram til kynningar samantekt um fyrirkomulag heimgreiðslna nokkurra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

4.Gilitrutt - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

202303045

Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Gilitrutt á Húsavík í sumar. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess hvort kaupa eigi sýninguna fyrir íbúa.
Fjölskylduráð samþykkir að sýningin Gilitrutt verði sýnd á Mærudögum í boði Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá málinu.

5.Kynning á skátastarfi

202303088

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar kynningu forsvarsmanna Bandalags íslenskra skáta á nýjum starfsgrunni og uppbyggingu æskulýðsstarfs skáta á norðurlandi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.