Fara í efni

Gilitrutt - sýning Leikhópsins Lottu á Húsavík

Málsnúmer 202303045

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 146. fundur - 28.03.2023

Leikhópurinn Lotta hefur hug á að sýna leikritið Gilitrutt á Húsavík í sumar. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess hvort kaupa eigi sýninguna fyrir íbúa.
Fjölskylduráð samþykkir að sýningin Gilitrutt verði sýnd á Mærudögum í boði Norðurþings. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að ganga frá málinu.

Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023

Leikhópurinn Lotta vill fjölga sýningum sínum á Mærudögum úr einni sýningu í tvær sýningar þar sem þeir óttast að ein sýning verði of fjölmenn. Kostnaður vegna þessa myndi aukast verulega. Fjölskylduráð þarf að taka afstöðu til þess hvort kaupa eigi aðra sýningu.
Fjölskylduráð telur það ganga upp að hafa eina sýningu miðað við reynslu fyrri ára og fellst ekki á kaupa aðra sýningu.

Fjölskylduráð - 154. fundur - 30.05.2023

Fjölskylduráð samþykkti þann 23. maí að það teldi að það myndi ganga upp að hafa eina sýningu miðað við reynslu fyrri ára og fellst ekki á að kaupa aðra sýningu.

Eftir að hafa tilkynnt þessa ákvörðun gerði leiklistarhópurinn Lotta enn og aftur ljóst að nú eru aðeins tveir möguleikar í boði fyrir sýningar á Mærudag:

1) Aðgangur er ókeypis og eru tvær sýningar
2) Fólk greiðir sjálft aðgangseyri og það er ein sýning.

Fjölskylduráð hafði áður samþykkt að greiða eina sýningu og gisti- og ferðakostnað, en miðað við breyttar forsendur frá Leikhópnum Lottu samþykkir ráðið leið 2 sem felur í sér að Norðurþing greiðir gisti- og ferðakostnað Leikhópsins.

Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023

Fyrirspurn frá Leikhópnum Lottu varðandi útlán á Íþróttahöll Húsavíkur.
Fjölskylduráð fellst á útlán á íþróttahöll.