Fjölskylduráð

82. fundur 25. janúar 2021 kl. 13:00 - 14:58 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Birna Ásgeirsdóttir formaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir aðalmaður
  • Eiður Pétursson varamaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Röðull Reyr Kárason Ritari
Fundargerð ritaði: Röðull Reyr Kárason Þjónustufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir lið 1.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 2-5.

1.Samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla

202101045

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar samstarf Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla.
Fræðslufulltrúi kynnti hugmyndir að auknu samstarfi og sameiginlegri skólastjórnun Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla. Hugmyndin verður þvínæst kynnt á samráðsfundum með foreldrum og starfsmönnum í febrúar. Nemendum verða einnig kynntar hugmyndirnar. Ákvörðun um málið verður tekin á fundi fjölskylduráðs í kjölfarið. Ef sameiginleg skólastjórnun verður niðurstaðan verður gengið frá ráðningu skólastjóra eins fljótt og unnt er.
Markmið samstarfsins og sameiginlegrar skólastjórnunar er að efla báða skóla sem staðsettir eru í brothættum byggðum og auka samstarf með samræmingu skólastarfs, samnýtingu mannauðs, þekkingar og reynslu svo úr verði öflugt lærdómssamfélag.

2.Aðstöðumál í knattspyrnu

202101101

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Völsungi varðandi aðstöðu til knattspyrnuiðkunar. Vegna tímabundnar bilunar á hitakerfi gervigrass safnast fyrir meiri snjór en ella á vellinum.
Félagið óskar eftir því að völlurinn verði ruddur fyrir æfingar eða knattspyrna fái fleiri tíma í íþróttahöllinni.
Fjölskylduráð telur ekki næga þekkingu til staðar á því hvort mokstur með vinnuvélum muni skemma gervigrasvöllinn eða ekki og ætlar því ekki að fara í það verk að svo stöddu.

Verið er að athuga með kostnað og möguleika á að útbúa vinnubíl íþróttavalla (Kubota) til moksturs á gervigrasvellinum. Vanda þarf til verksins svo tjón verði ekki á vellinum og er íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fylgjast með verkinu. Þangað til að niðurstaða verður komin í það mál vill ráðið benda á þann möguleika að hægt er að handmoka völlinn eins og gert er bæði hjá KA og Þór á Akureyri.

Ráðið bendir einnig á að hægt er að nýta sparkvellina við Borgarhólsskóla að einhverju leyti sem tímabundna lausn.

Að lokum vill ráðið benda á að Völsungur hefur yfirráð yfir meirahluta þeirra tíma sem í boði eru í íþróttahöllinni, Aðalstjórn Völsungs er best til þess fallin að hliðra til tímum á milli deilda svo að sem flestir fái einhvern æfingatíma.


Ásta Hermannsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

3.Drög að stefnu um félags- og tómstundastarf 2020 - 2030

202101105

Til umræðu eru drög að stefnu um félags- og tómstundastarf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Stefnan er nú komin í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 4 febrúar nk. Erindið barst með tölvupósti dagsettu 11. janúar.
Lagt fram til kynningar.

4.Helmingamokstur að skíðasvæði Norðurþings

202101109

Til skoðunar er hvort Norðurþing eigi rétt á helmingamokstri frá Vegagerðinni á vegi frá Þeistareykjarvegi að skíðasvæði við Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að senda Vegagerðinni formlegt erindi er varðar helmingamokstur á veginum frá Þeistareykjavegi að skíðasvæðinu við Reyðarárhnjúk.

5.Áskorun til sveitarfélaga vegna reksturs skíðamannvirkja.

202012124

Lagt fram til kynningar bréf frá Markaðsstofu Norðurlands sem barst með tölvupósti 18. desember og innifelur áskorun til sveitarfélaga vegna reksturs skíðamannvirkja.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:58.