Fara í efni

Fjölskylduráð

155. fundur 06. júní 2023 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Helena Eydís Ingólfsdóttir
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1 til 3.
Sólveig Ása Arnarsdóttir, verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði, sat fundinn undir liðum 3, 7, 8 og 9.
Hróðný Lund, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 4, 5 og 6.

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir lið 1.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Christoph Wöll, staðgengill skólastjóra Öxarfjarðarskóla, Arndís Jóhanna Harðardóttir, fulltrúi starfsfólks, og Sunna Torfadóttir, fulltrúi starfsfólks, sátu fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Reglur um stuðning til náms í menntavísindum

Málsnúmer 202305077Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun reglna um stuðning til náms í menntavísindum.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

2.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306003Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun á starfsreglum leikskóla.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra að skila kostnaðargreiningu vegna umræðu um opnunartíma á næsta fundi ráðsins.

3.Samþætting skóla og frístundastarfs - starfsemi

Málsnúmer 202302039Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar áfram um samþættingu skóla og frístundarstarfs.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að boða til fundar með starfshópi verkefnisins og vinna starfsáætlun fyrir næsta ár.

4.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings 2023

Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202305125Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202305126Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2023

Málsnúmer 202302017Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði kynnir stöðuna. Búið er að auglýsa eftir rekstraraðilum eða starfsfólki frá því í maí án árangurs. Á meðan enginn fæst að rekstri mannvirkisins er ekki hægt að opna sundlaugina.
Fjölskylduráð harmar stöðuna og sér ekki fram á að hægt verði að halda Sundlauginni í Lundi opinni í sumar.

8.Erindi frá HSÞ vegna rafrænt skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar

Málsnúmer 202306008Vakta málsnúmer

HSÞ óskar eftir, fyrir hönd aðildarfélaga HSÞ, að sveitarfélagið Norðurþing greiði hlut sinna félaga í áskrift að Sportabler.
Fjölskylduráð frestar erindinu og felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að ræða við HSÞ um erindið.

9.Leikvellir í Norðurþingi

Málsnúmer 202109145Vakta málsnúmer

Umfjöllun um leikvelli á Húsavík.
Búið er að panta fallvarnir og leiktæki á leikvöllinn á milli Höfðavegar og Laugarbrekku og verður farið í endurbætur og viðhald á þeim leikvelli í sumar. Ráðið telur mikilvægt að fylgja eftir áætlun um viðhald leikvalla í sveitarfélaginu.

Fundi slitið - kl. 11:45.