Fara í efni

Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2023

Málsnúmer 202302017

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 142. fundur - 21.02.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar rekstur sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2023.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir sumarið.

Fjölskylduráð - 149. fundur - 18.04.2023

Rekstur sundlaugarinnar í Lundi er nú í auglýsingu. Búið er að framlengja umsóknarfrest einu sinni og sem komið er hafa engar umsóknir borist.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 151. fundur - 02.05.2023

Búið er að auglýsa í tvígang eftir rekstraraðilum í sundlaugina í Lundi, enginn umsókn hefur borist og því liggur fyrir fjölskylduráði að taka ákvörðun um næstu skref.
Í ljósi þess að ekki hafa borist umsóknir um rekstur sundlaugarinnar í Lundi felur fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki svo hægt verði að hafa sundlaugina opna í sumar.

Fjölskylduráð - 155. fundur - 06.06.2023

Verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði kynnir stöðuna. Búið er að auglýsa eftir rekstraraðilum eða starfsfólki frá því í maí án árangurs. Á meðan enginn fæst að rekstri mannvirkisins er ekki hægt að opna sundlaugina.
Fjölskylduráð harmar stöðuna og sér ekki fram á að hægt verði að halda Sundlauginni í Lundi opinni í sumar.