Fara í efni

Fjölskylduráð

151. fundur 02. maí 2023 kl. 08:30 - 10:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat fundinn undir liðum 5-6.
Jón Höskuldsson, fræðslufulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-5.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir lið 1.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir, skólastjóri Borgarhólsskóla, sat fundinn undir liðum 1 og 3-4.
Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir, leikskólastjóri Grænuvalla, Ágústa Pálsdóttir, fulltrúi starfsfólks, og Jóna Dagmar Hólmfríðardóttir, fulltrúi foreldra, sátu fundinn undir lið 2.
Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar, sat fundinn undir lið 2.

1.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur tillaga að deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík.
Fjölskylduráð mun taka málið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

2.Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 202304032Vakta málsnúmer

Á fund fjölskylduráðs koma fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri og kynna fagháskólanám í leikskólafræðum.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Háskólans á Akureyri fyrir kynninguna. Ráðið fagnar framtakinu og er jákvætt fyrir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við leikskólastjórnendur að leggja fram vinnuskjal um möguleika á þátttöku í verkefninu.

3.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar áfram um starfsemi frístundar 2023-2024.

Á 154. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við fræðslufulltrúa og fjölskylduráð.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að kannaðir verði möguleikar á frístandandi einingum við Borgarhólsskóla til að leysa tímabundinn húsnæðisvanda Frístundar. Ráðið felur fræðslufulltrúa að fylgja málinu eftir varðandi mögulegar staðsetningar við skólann.

4.Erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna frístundahúsnæði

Málsnúmer 202304078Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna frístundahúsnæðis. Þar kemur fram að skólastjóra þyki miður að ekki hafi verið skoðaður sá möguleiki að byggja starfsemi Frístundar við Borgarhólsskóla.
Ingibjörg fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista og Ingibjörg Hanna fyrir hönd M-lista óska bókað: Undirritaðar vilja ítreka að minnihluti lagði fram tillögu þann 7. febrúar um að skoðaður verði sá möguleiki að byggja við Borgarhólsskóla og bókun frá 1. nóvember 2022. Einnig viljum við taka undir með skólastjóra og þykir okkur leitt að ekki verði skoðaður sá möguleiki að byggja við Borgarhólsskóla fyrir starfsemi Frístundar.

Lagt fram til kynningar.

5.Sundlaugin í Lundi - rekstur sumarið 2023

Málsnúmer 202302017Vakta málsnúmer

Búið er að auglýsa í tvígang eftir rekstraraðilum í sundlaugina í Lundi, enginn umsókn hefur borist og því liggur fyrir fjölskylduráði að taka ákvörðun um næstu skref.
Í ljósi þess að ekki hafa borist umsóknir um rekstur sundlaugarinnar í Lundi felur fjölskylduráð íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa eftir starfsfólki svo hægt verði að hafa sundlaugina opna í sumar.

6.Skólalóð á Kópaskeri

Málsnúmer 202304043Vakta málsnúmer

Kvenfélagið Stjarnan hefur sent inn erindi til Norðurþings um að koma að uppbyggingu leiktækja á skólalóðinni á Kópaskeri.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið. Ráðið felur fræðslufulltrúa að afla frekari upplýsinga um aðkomu félagsins og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 10:40.