Fara í efni

Fagháskólanám í leikskólafræði

Málsnúmer 202304032

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 149. fundur - 18.04.2023

Erindi Háskólans á Akureyri um fagháskólanám í leikskólafræði sem hefst haustið 2023 er lagt fram til kynningar. Fagháskólanám í leikskólafræði er nýtt og spennandi verkefni sem gefur tækifæri til að efla leikskólastarf í leikskólum sveitarfélagsins.
Fjölskylduráð þiggur boð um kynningarfund á fagháskólanámi í leikskólafræðum og felur fræðslufulltrúa að koma fundinum á.

Fjölskylduráð - 151. fundur - 02.05.2023

Á fund fjölskylduráðs koma fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri og kynna fagháskólanám í leikskólafræðum.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Háskólans á Akureyri fyrir kynninguna. Ráðið fagnar framtakinu og er jákvætt fyrir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samstarfi við leikskólastjórnendur að leggja fram vinnuskjal um möguleika á þátttöku í verkefninu.

Fjölskylduráð - 152. fundur - 16.05.2023

Fjölskylduráð samþykkir þátttöku Norðurþings í verkefninu og felur fræðslufulltrúa að leggja fram drög að reglum um stuðning sveitarfélagsins við starfsfólk sem óskar eftir að nýta sér þessa leið.

Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023

Undirritaður samningur Norðurþings við HÍ og HA um stuðning við starfsmenn leikskóla Norðurþings sem samþykktir eru í Fagháskólanám í leikskólafræði við HÍ eða HA er lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.