Fara í efni

Erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna frístundahúsnæði

Málsnúmer 202304078

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 151. fundur - 02.05.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá skólastjóra Borgarhólsskóla vegna frístundahúsnæðis. Þar kemur fram að skólastjóra þyki miður að ekki hafi verið skoðaður sá möguleiki að byggja starfsemi Frístundar við Borgarhólsskóla.
Ingibjörg fyrir hönd V-lista og Rebekka fyrir hönd S-lista og Ingibjörg Hanna fyrir hönd M-lista óska bókað: Undirritaðar vilja ítreka að minnihluti lagði fram tillögu þann 7. febrúar um að skoðaður verði sá möguleiki að byggja við Borgarhólsskóla og bókun frá 1. nóvember 2022. Einnig viljum við taka undir með skólastjóra og þykir okkur leitt að ekki verði skoðaður sá möguleiki að byggja við Borgarhólsskóla fyrir starfsemi Frístundar.

Lagt fram til kynningar.