Fara í efni

Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings 2023

Málsnúmer 202305078

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 155. fundur - 06.06.2023

Fyrir fjölskylduráði liggja endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 155. fundi fjölskylduráðs þann 6. júní 2023, var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur um félagslegt leiguhúsnæði og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 158. fundur - 04.07.2023

Fyrir fjölskylduráði liggja Reglur um félagslegt leiguhúsnæði til samþykktar eftir að matsviðmiðum var bætt við.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til samþykktar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 435. fundur - 06.07.2023

Á 158. fundi fjölskylduráðs 4.júlí 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til samþykktar í byggðarráði. Í fyrri reglum vantaði uppfærða stigagjöf miðað við aðstæður fólks til að meta stöðu einstaklinga til úthlutunar á félagslegu húsnæði, er það breytingin sem er sett inn núna.
Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og staðfestir þær í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar.