Fara í efni

Fjölskylduráð

158. fundur 04. júlí 2023 kl. 08:30 - 12:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson varamaður
  • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Sólveig Ása Arnarsdóttir verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn undir liðum 5-8.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 9-10.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, Ágústa Pálsdóttir og Sunna Torfadóttir af leikskólanum Grænuvöllum mættu á fundinn undir lið 4.

1.Öxarfjarðarskóli - Umsjón með íþróttamannvirkjum í Lundi

Málsnúmer 202306125Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla um umsjón með íþróttamannvirkjum í Lundi.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa í samráði við verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að kostnaðarmeta og útfæra verkefnið og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Reglur um stuðning til náms í menntavísindum

Málsnúmer 202305077Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar endurskoðun reglna um stuðning til fjarnáms í menntavísindum. Umfjöllun um málið var frestað á fundi ráðsins 6. júní.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um stuðning til fjarnáms í menntavísindum og til fagháskólanáms í leikskólakennarafræðum. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í byggðarráði.

3.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.

Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi leggur fram drög að reglum um heimgreiðslur.
Heiðar Hrafn Halldórsson B-lista leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á drögum fræðslufulltrúa:
Heimgreiðslur til forráðamanna barna 12-24 mánaða sem eru að bíða eftir leikskólaplássi verði ákvarðaðar 200 þúsund krónur á mánuði.
Reglurnar verði endurskoðaðar að ári liðnu sé enn talin þörf á úrræði þessu.

Greinargerð með tillögu Heiðars:
Hér liggja til samþykktar reglur um heimgreiðslur til forráðamanna barna á aldrinum 12-24 mánaða sem eru með lögheimili í Norðurþingi enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barns og eru að bíða eftir leikskólaplássi.
Reglur þessar eru einskonar neyðarúrræði vegna yfirvofandi manneklu á leikskólanum Grænuvöllum og fáum aðlögunum á árinu 2024 þar af lútandi. Upphæð heimgreiðslna sem liggur til samþykktar á fundinum er aðeins lítill hluti þeirrar upphæðar sem leikskólapláss yngstu barna kosta Norðurþing á mánuði. Þar af leiðandi telur undirritaður að óhætt sé að hækka til lagða heimgreiðsluupphæð upp í 200 þúsund á mánuði enda enn nokkuð frá metnum kostnaði við leikskólapláss yngsta aldurshópsins.

Tillaga Heiðars var borin upp til atkvæða og Rebekka, Ingibjörg, Birna og Hanna Jóna hafna tillögu Heiðars Hrafns.

Rebekka fyrir hönd S -lista og Ingibjörg fyrir hönd V-lista óska bókað: Undirritaðar hafa áhyggjur af því að það halli á konur á vinnumarkaði ef heimgreiðslur fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða dragist á langinn og telja því brýnt að bráður vandi leiksskólans verði leystur sem fyrst.

Meirihluti fjölskylduráðs samþykkir heimgreiðslur að upphæð 150.000,- frá 1. september 2023 til 1. júlí 2024.

Heiðar Hrafn situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Reglunum um heimgreiðslur er vísað til staðfestingar í byggðarráði.

4.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grænuvalla og þann mönnunarvanda sem þar við blasir.
Í ljósi þess að illa gengur að manna leikskólann liggur fyrir að ekki er nægt starfsfólk til að taka á móti nýjum nemendum í lok ágúst.

Auglýst hefur verið í tvígang, í seinna skiptið með þeim fríðindum sem nú bjóðast starfsfólki leikskóla. Umsóknarfrestur rennur út 8. júlí. Ein umsókn hefur borist en það vantar sjö starfsmenn miðað við umsóknir um vistun í lok ágúst. Ef þau börn yrðu tekin inn yrði heildarfjöldi barna 152 strax í upphafi skólaárs. Fyrirséð er að miðað við núverandi upplýsingar að heildarfjöldi nemenda í nóvember yrði 160 og 165 í janúar 2024. Gera má ráð fyrir að ef aðlaganir stæðust og yrðu sambærilegar við fyrri ár yrðu 175 börn á Grænuvöllum vorið 2024.

Fjölskylduráð mun á næsta fundi skipa í starfshóp með það að markmiði að gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari og leita leiða til að draga úr starfsmannaveltu.

5.Golfklúbbur Húsavíkur - samningamál 2023

Málsnúmer 202303106Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja drög að samningi við Golfklúbb Húsavíkur til samþykktar.
Birna vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að ganga frá samningnum við félagið.

6.Sundleikfimi í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202306017Vakta málsnúmer

Á 156. fundi fjölskylduráðs bókaði ráðið eftirfarandi:

Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að eiga samtal við hlutaðeigandi vegna málsins með tilliti til þess að gera samning um afnot af sundlauginni og leggja drög að samingi fyrir ráðið á næsta fundi.

Nú liggur fyrir ráðinu samkomulag um afnot af sundlaug Húsavíkur við hlutaðeigandi.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag enda hefur það óveruleg áhrif á starfsemi sundlaugarinnar. Ráðið felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að ganga frá samningnum við hlutaðeigandi.

7.Erindi frá HSÞ vegna rafræns skráningarkerfis íþróttahreyfingarinnar

Málsnúmer 202306008Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á íþrótta og tómstundasviði fjallar um erindi HSÞ vegna rafræns skráningarkerfis íþróttahreyfingarinnar.
Fjölskylduráð samþykkir erindi HSÞ vegna rafræns skráningarkerfis fyrir aðildarfélög Norðurþings.

8.Sumarfrístund á Húsavík 2023

Málsnúmer 202305088Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á íþrótta og tómstundasviði fer yfir áskoranir Sumarfrístundar seinni part sumars.
Leitað hefur verið allra leiða til að hafa Sumarfrístund opna í ágúst. Nú liggur fyrir að ekki er hefur tekist að manna seinni opnunarvikuna 14.-18. ágúst. Að öllu óbreyttu verður ekki starfsemi í Sumarfrístund þá viku.

9.Sala Eigna Félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 202306081Vakta málsnúmer

Á 162. fundi skipulags- og framkvæmdráðs 27.06.2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir sölu á íbúðunum með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð samþykkir sölu á íbúðunum.

10.Endurskoðun reglna um félagslegt leiguhúsnæði Norðurþings 2023

Málsnúmer 202305078Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggja Reglur um félagslegt leiguhúsnæði til samþykktar eftir að matsviðmiðum var bætt við.
Fjölskylduráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar reglunum til samþykktar í byggðarráði.

Fundi slitið - kl. 12:00.