Fara í efni

Sundleikfimi í Sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 202306017

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 156. fundur - 20.06.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur erindi frá Hrefnu Regínu Gunnarsdóttur varðandi leigu á sundlauginni á Húsavík vegna sundleikfimis.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að eiga samtal við hlutaðeigandi vegna málsins með tilliti til þess að gera samning um afnot af sundlauginni og leggja drög að samingi fyrir ráðið á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 158. fundur - 04.07.2023

Á 156. fundi fjölskylduráðs bókaði ráðið eftirfarandi:

Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að eiga samtal við hlutaðeigandi vegna málsins með tilliti til þess að gera samning um afnot af sundlauginni og leggja drög að samingi fyrir ráðið á næsta fundi.

Nú liggur fyrir ráðinu samkomulag um afnot af sundlaug Húsavíkur við hlutaðeigandi.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag enda hefur það óveruleg áhrif á starfsemi sundlaugarinnar. Ráðið felur verkefnastjóra á íþrótta- og tómstundasviði að ganga frá samningnum við hlutaðeigandi.