Fara í efni

Sumarfrístund á Húsavík 2023

Málsnúmer 202305088

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fyrirhugaða starfsemi sumarfrístundar á Húsavík 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023

Verkefnastjóri á íþrótta-og tómstundasviði fer yfir áskoranir sumarfrístundar eftir sumarlokun.
Ljóst er að það vantar starfsfólk í sumarfrístund 8.-18. ágúst, tekin hefur verið upp biðlistaskráning þess vegna. Fjölskylduráð mun fjalla um málið á næsta fundi ráðsins og taka þá mögulega afstöðu til forgangsröðunar vegna þátttöku í sumarfrístund.

Fjölskylduráð - 158. fundur - 04.07.2023

Verkefnastjóri á íþrótta og tómstundasviði fer yfir áskoranir Sumarfrístundar seinni part sumars.
Leitað hefur verið allra leiða til að hafa Sumarfrístund opna í ágúst. Nú liggur fyrir að ekki er hefur tekist að manna seinni opnunarvikuna 14.-18. ágúst. Að öllu óbreyttu verður ekki starfsemi í Sumarfrístund þá viku.

Fjölskylduráð - 159. fundur - 11.07.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fáliðunarstefnu og forgangshópa í Sumarfrístund.
Tekist hefur að manna Sumarfrístund þannig að hægt verður að hafa opið dagana 8.-11. ágúst án þess að grípa þurfi til fáliðunarstefnu og forgangsröðunar.