Fara í efni

Fjölskylduráð

159. fundur 11. júlí 2023 kl. 08:30 - 10:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Sólveig Ása Arnarsdóttir Íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Sólveig Ása Arnarsdóttir verkefnastjóri á íþrótta- og tómstundasviði sat fundinn undir liðum 1. og 5.

Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leiskskólastjóri og Helga Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri Grænuvalla sátu fundinn undir liðum 2-4.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir mætti á fundinn kl. 9:46.

1.Öxarfjarðarskóli - Umsjón með íþróttamannvirkjum í Lundi

Málsnúmer 202306125Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi og fræðslufulltrúi leggja fyrir fjölskylduráð útfærslu á umsjón með starfsemi í íþróttamannvirkjum í Lundi ásamt kostnaðarmati.
Fjölskylduráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024.

2.Grænuvellir - Skýrsla um innra mat 2022-2023

Málsnúmer 202307003Vakta málsnúmer

Skýrsla um innra mat á Grænuvöllum 2022-2023 er lögð fram til kynningar.
Skýrsla um innra mat lögð fram til kynningar.

3.Grænuvellir - Starfsáætlun 2023-2024

Málsnúmer 202307002Vakta málsnúmer

Starfsáætlun Grænuvalla 2023-2024 er lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

4.Grænuvellir - Starfsemi

Málsnúmer 202208023Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grænuvalla og mönnunarvanda. Erindisbréf starfshóps um bættar starfsaðstæður er lagt fram til samþykktar.
Fræðslufulltrúa falið að vinna áfram að erindsbréfi og starfshópurinn verður að fullu mótaður á næsta fundi fjölskylduráðs.

5.Sumarfrístund á Húsavík 2023

Málsnúmer 202305088Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fáliðunarstefnu og forgangshópa í Sumarfrístund.
Tekist hefur að manna Sumarfrístund þannig að hægt verður að hafa opið dagana 8.-11. ágúst án þess að grípa þurfi til fáliðunarstefnu og forgangsröðunar.

Fundi slitið - kl. 10:10.