Fara í efni

Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.

Málsnúmer 202306085

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 157. fundur - 27.06.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna.
Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að gera drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra leikskólabarna sem tækju gildi 1. janúar 2024.

Fjölskylduráð - 158. fundur - 04.07.2023

Fræðslufulltrúi leggur fram drög að reglum um heimgreiðslur.
Heiðar Hrafn Halldórsson B-lista leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á drögum fræðslufulltrúa:
Heimgreiðslur til forráðamanna barna 12-24 mánaða sem eru að bíða eftir leikskólaplássi verði ákvarðaðar 200 þúsund krónur á mánuði.
Reglurnar verði endurskoðaðar að ári liðnu sé enn talin þörf á úrræði þessu.

Greinargerð með tillögu Heiðars:
Hér liggja til samþykktar reglur um heimgreiðslur til forráðamanna barna á aldrinum 12-24 mánaða sem eru með lögheimili í Norðurþingi enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barns og eru að bíða eftir leikskólaplássi.
Reglur þessar eru einskonar neyðarúrræði vegna yfirvofandi manneklu á leikskólanum Grænuvöllum og fáum aðlögunum á árinu 2024 þar af lútandi. Upphæð heimgreiðslna sem liggur til samþykktar á fundinum er aðeins lítill hluti þeirrar upphæðar sem leikskólapláss yngstu barna kosta Norðurþing á mánuði. Þar af leiðandi telur undirritaður að óhætt sé að hækka til lagða heimgreiðsluupphæð upp í 200 þúsund á mánuði enda enn nokkuð frá metnum kostnaði við leikskólapláss yngsta aldurshópsins.

Tillaga Heiðars var borin upp til atkvæða og Rebekka, Ingibjörg, Birna og Hanna Jóna hafna tillögu Heiðars Hrafns.

Rebekka fyrir hönd S -lista og Ingibjörg fyrir hönd V-lista óska bókað: Undirritaðar hafa áhyggjur af því að það halli á konur á vinnumarkaði ef heimgreiðslur fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða dragist á langinn og telja því brýnt að bráður vandi leiksskólans verði leystur sem fyrst.

Meirihluti fjölskylduráðs samþykkir heimgreiðslur að upphæð 150.000,- frá 1. september 2023 til 1. júlí 2024.

Heiðar Hrafn situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Reglunum um heimgreiðslur er vísað til staðfestingar í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Á 157. fundi fjölskylduráðs 4. júlí 2023, var eftirfarandi bókað: Heiðar Hrafn Halldórsson B-lista leggur fram eftirfarandi breytingartillögu á drögum fræðslufulltrúa:
Heimgreiðslur til forráðamanna barna 12-24 mánaða sem eru að bíða eftir leikskólaplássi verði ákvarðaðar 200 þúsund krónur á mánuði.
Reglurnar verði endurskoðaðar að ári liðnu sé enn talin þörf á úrræði þessu.

Greinargerð með tillögu Heiðars:
Hér liggja til samþykktar reglur um heimgreiðslur til forráðamanna barna á aldrinum 12-24 mánaða sem eru með lögheimili í Norðurþingi enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barns og eru að bíða eftir leikskólaplássi.
Reglur þessar eru einskonar neyðarúrræði vegna yfirvofandi manneklu á leikskólanum Grænuvöllum og fáum aðlögunum á árinu 2024 þar af lútandi. Upphæð heimgreiðslna sem liggur til samþykktar á fundinum er aðeins lítill hluti þeirrar upphæðar sem leikskólapláss yngstu barna kosta Norðurþing á mánuði. Þar af leiðandi telur undirritaður að óhætt sé að hækka til lagða heimgreiðsluupphæð upp í 200 þúsund á mánuði enda enn nokkuð frá metnum kostnaði við leikskólapláss yngsta aldurshópsins.

Tillaga Heiðars var borin upp til atkvæða og Rebekka, Ingibjörg, Birna og Hanna Jóna hafna tillögu Heiðars Hrafns.

Rebekka fyrir hönd S -lista og Ingibjörg fyrir hönd V-lista óska bókað: Undirritaðar hafa áhyggjur af því að það halli á konur á vinnumarkaði ef heimgreiðslur fyrir börn á aldrinum 12-24 mánaða dragist á langinn og telja því brýnt að bráður vandi leiksskólans verði leystur sem fyrst.

Meirihluti fjölskylduráðs samþykkir heimgreiðslur að upphæð 150.000,- frá 1. september 2023 til 1. júlí 2024.

Heiðar Hrafn situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Reglunum um heimgreiðslur er vísað til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð samþykkir reglur um heimgreiðslur og staðfestir þær í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar. Ráðið ítrekar að kostnaðargreina reglurnar og gera viðauka þar um og leggja fram í haust.

Fyrir hönd V og S lista leggja undirrituð fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að heimgreiðslur til foreldra séu tímabundin lausn á meðan verið er að byggja upp fleiri leikskólapláss. Ein af sérstöðum Norðurþings hefur verið geta sveitarfélagsins til að taka við 12 mánaða börnum inn á leikskóla, þ.e. um leið og rétti foreldra til fæðingarorlofs lýkur. Fyrir núverandi og framtíðar atvinnuuppbyggingu á svæðinu er þörf á að halda þeirri sérstöðu áfram.
Ljóst er að atvinnuþátttaka kvenna skiptir miklu máli fyrir nútíma samfélag, þess vegna er mikilvægt jafnréttismál að brúa umönnunarbilið. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Þetta er tímaskekkja og Norðurþing þarf að gera það sem hægt er til að sporna gegn því. Undirrituð ítreka að brýnt er að bráður vandi leikskólans verði leystur sem fyrst og þ.a.l. verði ekki þörf fyrir úrræði eins og heimagreiðslur.
Aldey Unnar Traustadóttir og Benóný Valur Jakobsson

Fjölskylduráð - 181. fundur - 26.03.2024

Fjölskylduráð hefur heimgreiðslur til umfjöllunar.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um heimgreiðslur á fundi ráðsins í apríl.

Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um heimgreiðslur.
Fjölskylduráð samþykkir að framlengja heimgreiðslur til 30. júní 2025. Lagt er til að önnur málsgrein reglna um heimgreiðslur verði eftirfarandi:

Markmið með heimgreiðslum er að aðstoða barnafjölskyldur við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólapláss. Heimgreiðslur miðast við að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
-
Að foreldri/forráðamaður og barn eigi lögheimili í Norðurþingi.
-
Að barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 24 mánaða.
-
Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðurþingi.

Fjölskylduráð samþykkir framangreint og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 144. fundur - 02.05.2024

Á 183. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að framlengja heimgreiðslur til 30. júní 2025.

Lagt er til að önnur málsgrein reglna um heimgreiðslur verði eftirfarandi:
Markmið með heimgreiðslum er að aðstoða barnafjölskyldur við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólapláss. Heimgreiðslur miðast við að eftirfarandi skilyrði séu uppfyllt:
- Að foreldri/forráðamaður og barn eigi lögheimili í Norðurþingi.
- Að barn sé orðið 12 mánaða og ekki eldra en 24 mánaða.
- Að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi í Norðurþingi.

Fjölskylduráð samþykkir framangreint og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Helena, Aldey og Hafrún.

Aldey Unnar Traustadóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir fyrir hönd V-lista og Rebekka Ásgeirsdóttir fyrir hönd S- lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Atvinnuþátttaka kvenna skiptir miklu máli fyrir nútíma samfélag, þess vegna er mikilvægt jafnréttismál að brúa umönnunarbilið. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Þetta er tímaskekkja. Því vilja undirritaðar nýta tækifærið og skora á ríkisvaldið að lengja fæðingarorlof úr 12 mánuðum í 18 mánuði.

Hafrún óskar bókað að hún taki undir bókun Aldeyjar, Ingibjargar og Rebekku.

Sveitarstjórn samþykkir reglurnar samhljóða.