Fara í efni

Fjölskylduráð

220. fundur 10. júní 2025 kl. 08:30 - 10:45 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Jóna Björg Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir lið 1. Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir lið 6. Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 7-9.

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga 2025, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 1.

Hrund Ásgeirsdóttir, skólastjóri Öxarfjarðarskóla, Arna Ósk Arnbjörnsdóttir, deildarstjóri á Leikskólanum Lundarkoti, og Ann-Charlotte Fernholm, fyrir hönd foreldra í Lundarkoti og Öxarfjarðarskóla, sátu fundinn (í fjarfundi) undir liðum 2 og 3.

1.Mærudagar 2024 - 2026

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudagshátíðar, kynnir stöðu hátíðarundirbúnings 2025 fyrir fjölskylduráði.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld fyrir komuna á fundinn og yfirferð á hátíðarundirbúningi.

2.Öxarfjarðarskóli - Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlits.

Málsnúmer 202505071Vakta málsnúmer

Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins vegna eftirlitsheimsóknar í Öxarfjarðarskóla er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Hrund Ásgeirsdóttur fyrir komuna á fundinn. Ráðið vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á varanlegri lausn fyrir vörumóttöku mötuneytis í Öxarfjarðarskóla.

3.Öxarfjarðarskóli - Skýrsla um innra mat 2024-2025.

Málsnúmer 202505066Vakta málsnúmer

Skýrsla Öxarfjarðarskóla um innra mat 2024-2025 er lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fulltrúum Lundarkots og Öxarfjarðarskóla fyrir komuna á fundinn. Skýrsla um innra mat 2024-2025 lögð fram til kynningar.

4.Heimgreiðslur til foreldra barna á leikskólaaldri.

Málsnúmer 202306085Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar reglur Norðurþings um heimgreiðslur.
Fjölskylduráð framlengir gildistíma reglna um heimgreiðslur um eitt ár og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202506025Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Bókun færð í trúnaðarmálabók.

6.Tölur 2024 birtar í mælaborði um farsæld barna

Málsnúmer 202506017Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar mælaborð um farsæld barna.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð vekur athygli á heimasíðunni www.farsaeldbarna.is.

7.Ósk um afnot af íþróttahöllinni á Húsavík

Málsnúmer 202506008Vakta málsnúmer

Völsungur óskar eftir að fá afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík endurgjaldslaust fyrir dansleik sem haldinn verður föstudaginn 25.júlí. Um er að ræða Mærudagsball sem er hugsað sem fjáröflun fyrir félagið en allur ágóði af ballinu mun renna til deilda félagsins.
Fjölskylduráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík fyrir dansleik föstudaginn 25. júlí.

8.Sólstöðuhátíð 2025

Málsnúmer 202506018Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur beiðni um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahúsinu á Kópaskeri yfir Sólstöðuhátíðina sem haldin verður 20.-22. júní nk.
Fjölskylduráð samþykkir endurgjaldslaus afnot af Íþróttahúsinu á Kópaskeri yfir Sólstöðuhátíðina 20.-22. júní næstkomandi.

9.Útboð skólaaksturs 2025-2029

Málsnúmer 202412036Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskyldurráði liggur niðurstaða vegna útboðs á skólaakstri í Norðurþingi 2025-2029.
Tilboð bárust frá þremur aðilum vegna útboða á skólaakstri í Norðurþingi 2025 - 2029.
Einn aðili uppfyllti ekki skilyrði útboðsins. Gengið var að lægsta tilboði í allar leiðir og hafa samningar verið gerðir við Kristin Rúnar Tryggvason um allar leiðir.

Fundi slitið - kl. 10:45.