Mærudagar 2024 - 2026
Málsnúmer 202312102
Vakta málsnúmerFjölskylduráð - 173. fundur - 09.01.2024
Til umræðu eru Mærudagar 2024.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um Mærudaga 2024 á næsta fundi ráðsins.
Fjölskylduráð - 174. fundur - 23.01.2024
Til umræðu eru Mærudagar 2024.
Fjölskylduráð felur menningarfulltrúa að eiga samtal við mögulega verkefnisstjóra Mærudaga um þeirra sýn á framkvæmd hátíðarinnar og leggja niðurstöðu samtalsins fyrir ráðið.
Fjölskylduráð - 176. fundur - 06.02.2024
Til umræðu eru Mærudagar 2024.
Fjölskylduráð þakkar Húsavíkurstofu, Fjölumboði og Völsungi fyrir áhuga á aðkomu að framkvæmd Mærudaga. Fjölmenningarfulltrúa er falið að óska eftir frekari upplýsingum frá Húsavíkurstofu.
Jafnframt er fjölmenningarfulltrúa falið að eiga viðræður við Fjölumboð og Völsung varðandi framkvæmd Mærudaga 2024.
Jafnframt er fjölmenningarfulltrúa falið að eiga viðræður við Fjölumboð og Völsung varðandi framkvæmd Mærudaga 2024.
Fjölskylduráð - 178. fundur - 27.02.2024
Til umræðu eru Mærudagar 2024. Til áheyrnar sitja fundinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölumboðs, Hreiðar Hreiðarsson og Sverrir Guðmundsson frá lögreglunni.
Fjölskylduráð þakkar gestum fyrir gagnlegar umræður um framkvæmd Mærudaga. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að hefja samningaviðræður við Fjölumboð vegna Mærudaga. Mærudagar 2024 verða haldnir dagana 25.-28. júlí.
Fjölskylduráð - 180. fundur - 19.03.2024
Drög að samningi við framkvæmdastjóra Mærudaga 2024 lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning við framkvæmdastjóra um framkvæmdastjórn Mærudaga 2024-2026.
Fjölskylduráð - 187. fundur - 04.06.2024
Framkvæmdastjóri Mærudagshátíðarinnar, Guðrun Huld Gunnarsdóttir, gefur fjölskylduráði yfirlit yfir skipulagsframvindu hátíðarinnar.
Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð - 190. fundur - 09.07.2024
Til umræðu eru málefni er varða þrif og öryggisgæslu á Mærudögum 2024 og samningur vegna þrifa.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning.
Öryggisgæsla á Mærudögum er enn óleyst og hvetur ráðið félagasamtök til að bregðast við stöðunni.
Öryggisgæsla á Mærudögum er enn óleyst og hvetur ráðið félagasamtök til að bregðast við stöðunni.
Fjölskylduráð - 194. fundur - 10.09.2024
Skýrsla Fjölumboðs vegna Mærudaga 2024 ásamt skýrslu fjölmenningarfulltrúa.
Fjölskylduráð þakkar Guðrúnu Huld fyrir kynninguna á skýrslu um Mærudaga.
Fjölskylduráð óskar eftir því að framkvæmdaraðili sendi Norðurþingi fjárhagsuppgjör hátíðarinnar líkt og kveðið er á um í núverandi samningi. Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir sveitarfélagið sem eiganda og framkvæmdaaðila hátíðarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir því að framkvæmdaraðili sendi Norðurþingi fjárhagsuppgjör hátíðarinnar líkt og kveðið er á um í núverandi samningi. Þessar upplýsingar eru afar mikilvægar fyrir sveitarfélagið sem eiganda og framkvæmdaaðila hátíðarinnar.