Fara í efni

Fjölskylduráð

178. fundur 27. febrúar 2024 kl. 08:30 - 12:20 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ísak Már Aðalsteinsson varaformaður
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Lára Björg Friðriksdóttir, félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 10.
Hafrún Olgeirsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5-7.
Guðrún Huld Gunnarsdóttir frá Fjölumboð ehf. sat fundinn undir lið 1.
Hreiðar Hreiðarsson og Sverrir Guðmundsson fulltrúar Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra sátu fundinn undir lið 1.

Sigríður Örvarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga sat fundinn undir lið 2.

Arndís Harðardóttir kennari og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fulltrúi skólastjórnar Grunnskóla Raufarhafnar sátu fundinn undir lið 12.

1.Mærudagar 2024

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Til umræðu eru Mærudagar 2024. Til áheyrnar sitja fundinn Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Fjölumboðs, Hreiðar Hreiðarsson og Sverrir Guðmundsson frá lögreglunni.
Fjölskylduráð þakkar gestum fyrir gagnlegar umræður um framkvæmd Mærudaga. Ráðið felur fjölmenningarfulltrúa að hefja samningaviðræður við Fjölumboð vegna Mærudaga. Mærudagar 2024 verða haldnir dagana 25.-28. júlí.

2.17.júní hátíðarhöld 2024

Málsnúmer 202401120Vakta málsnúmer

Til umræðu eru 17. júní 2024. Til áheyrnar sitja fundinn Sigríður Örvarsdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að gera drög að kostnaðaráætlun vegna hátíðarhalda á 17. júní á Raufarhöfn, Kópaskeri og á Húsavík og leggja fyrir ráðið í mars.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2024

Málsnúmer 202402046Vakta málsnúmer

Klaudia Migdal sækir um 100.000 kr styrk úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings fyrir verkefnið "Samfélag og vellíðan: Jóga nidra og slökun fyrir pólskar konur og lestrar- og jógaævintýri á bókasafni fyrir börn af pólskum uppruna í Húsavík.
Fjölskylduráð samþykkir að veita 35.000 króna styrk vegna lestrar- og jógaævintýris fyrir börn á bókasafni.

4.Ársskýrsla menningarsviðs 2023

Málsnúmer 202401068Vakta málsnúmer

Ársskýrsla menningarsviðs fyrir árið 2023 er aðgengileg fjölskylduráði til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir gott yfirlit yfir starfsemi menningarsviðs á árinu 2023.

5.Ársskýrsla íþrótta- og tómstundasviðs 2023

Málsnúmer 202401067Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ársskýrsla íþrótta- og tómstundasviðs fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð þakkar íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir gott yfirlit yfir starfsemi íþrótta- og tómstundasviðs á árinu 2023.

6.Vinnuskóli Norðurþings 2024

Málsnúmer 202402019Vakta málsnúmer

Undirbúningur við vinnuskóla Norðurþings er hafinn. Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir fyrirhugaða starfsemi sumarsins og fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um laun vinnuskólans sumarið 2024.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti starfsemi vinnuskóla Norðurþings fyrir komandi sumar.
Fjölskylduráð samþykkir eftirfarandi laun starfsmanna vinnuskóla:
Ungmennni fædd 2009 - 1.197 kr. klst, vinnutími samtals 5 vikur
Ungmenni fædd 2010 - 931 kr. klst, vinnutími samtals 4 vikur
Ungmenni fædd 2011 - 665 kr. klst, vinnutími samtals 3 vikur

Launataxtar eru reiknaðir út í hlutfalli út frá launaflokki 117 í kjarasamning SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í gildi frá 1.október 2023 til 31.mars 2024.

Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að auglýsa starfsemi vinnuskólans á komandi sumri og vinna málið áfram.

7.Sumarfrístund á Húsavík starfsemi 2024

Málsnúmer 202402016Vakta málsnúmer

Á 177.fundi fjölskylduráðs frá 13.febrúar sl. fól ráðið íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna viðbótarkostnað við rekstur sumarfrístundar vegna hádegisopnunar. Fyrir ráðinu liggur samantekt á viðbótarkostnaði.
Fyrirkomulag sumarfrístundar 2024 verður með sama hætti og verið hefur. Sumarlokun verður frá 8. júlí til 5.ágúst.

8.Tillaga að endurskoðun á afsláttarkjörum á milli leikskóla og Frístundar.

Málsnúmer 202402093Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu Jónasar Þórs Viðarssonar, fyrir hönd V lista, og Ísaks Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd S lista, um að tenging afsláttakjara á milli leikskóla og frístundar fyrir 1.-4. bekk verði endurskoðuð, þ.e. að systkinaafsláttur fyrir systkini í leikskóla og Frístund verði settur á eins og áður var.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fyrir hönd D lista, Bylgja Steingrímsdóttir og Hanna Jóna Stefánsdóttir fyrir hönd B lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu um að tenging afsláttarkjara á milli leikskóla og frístundar fyrir 1.-4. bekk verði aftur komið á, afsláttarkjör verði 30% fyrir barn nr. 2 og 70% fyrir barn nr. 3. Ákvörðunin verði afturvirk til síðustu áramóta.
Jafnframt leggja undirritaðar til að tekjuviðmið verði endurskoðuð að nokkrum mánuðum liðnum þannig að þau endurspegli á sem bestan hátt tekjur íbúa sveitarfélagsins.

Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

Fræðslufulltrúa er falið að uppfæra gjaldskrár og starfsreglur leikskóla og frístundar til samræmis og leggja fyrir ráðið.

9.Ársskýrsla félagsþjónustu 2023

Málsnúmer 202309125Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ársskýrsla félagsþjónustu Norðurþings fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð þakkar félagsmálastjóra fyrir gott yfirlit yfir starfsemi félagsþjónustu á árinu 2023.

10.Velferðarnefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2024

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis: til umsagnar 115. mál Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Lagt fram til kynningar.

11.Þróun rekstrar grunnskóla frá 1996-2022

Málsnúmer 202402090Vakta málsnúmer

Á grundvelli viljayfirlýsingar Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórnvalda varðandi
samstarf um úttekt á þróun grunnskóla og þjónustu við börn fékk Samband íslenskra
sveitarfélaga HLH ráðgjöf til að framkvæma greiningu á þróun rekstrarkostnaðar grunnskóla
frá 1996 til 2022.
Skýrslan er hér lögð fram til kynningar í fjölskylduráði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

12.Grunnskóli Raufarhafnar - Skóladagatal 2023-2024

Málsnúmer 202305045Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur ósk um breytingu á skóladagatali Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð samþykkir að færa skólaslit sem áætluð voru 3. júní fram til 31. maí.

Fundi slitið - kl. 12:20.