Fara í efni

Tillaga að endurskoðun á afsláttarkjörum á milli leikskóla og Frístundar.

Málsnúmer 202402093

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 178. fundur - 27.02.2024

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar tillögu Jónasar Þórs Viðarssonar, fyrir hönd V lista, og Ísaks Más Aðalsteinssonar, fyrir hönd S lista, um að tenging afsláttakjara á milli leikskóla og frístundar fyrir 1.-4. bekk verði endurskoðuð, þ.e. að systkinaafsláttur fyrir systkini í leikskóla og Frístund verði settur á eins og áður var.
Helena Eydís Ingólfsdóttir, fyrir hönd D lista, Bylgja Steingrímsdóttir og Hanna Jóna Stefánsdóttir fyrir hönd B lista leggja fram eftirfarandi breytingartillögu um að tenging afsláttarkjara á milli leikskóla og frístundar fyrir 1.-4. bekk verði aftur komið á, afsláttarkjör verði 30% fyrir barn nr. 2 og 70% fyrir barn nr. 3. Ákvörðunin verði afturvirk til síðustu áramóta.
Jafnframt leggja undirritaðar til að tekjuviðmið verði endurskoðuð að nokkrum mánuðum liðnum þannig að þau endurspegli á sem bestan hátt tekjur íbúa sveitarfélagsins.

Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

Fræðslufulltrúa er falið að uppfæra gjaldskrár og starfsreglur leikskóla og frístundar til samræmis og leggja fyrir ráðið.