Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands varðandi Rannsóknastöðina Rif og framtíð hennar
Málsnúmer 202505070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Náttúrustofu Norðurlands varðandi Rannsóknarstöðina Rif og framtíð hennar.
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands situr fundinn undir þessum lið.
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Þorkeli fyrir kynningu á verkefninu og komuna á fundinn.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
2.Endurskoðun á fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025
Málsnúmer 202505090Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir framkvæmdaáætlun ársins 2025 í ljósi breyttra forsenda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka.
Ráðið heldur vinnu sinni áfram við endurskoðun framkvæmdaáætlunar á næsta fundi sínum þann 12. júní nk.
3.Rekstur Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur sveitarfélagsins í maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Hagræðing í rekstri vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka
Málsnúmer 202505089Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að ræða um hagræðingu og vinna tillögur að viðbrögðum sveitarfélagsins vegna samdráttar í tekjum samstæðu Norðurþings á árinu.
Ráðið heldur vinnu sinni áfram við hagræðingartillögur á næsta fundi sínum þann 12. júní nk.
5.Fasteignamat næsta árs 2026
Málsnúmer 202505092Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar nýtt fasteignamat vegna ársins 2026.
Fasteignamat í Norðurþingi hækkar um 8,4% á milli ára, íbúðarhúsnæði hækkar um 8,1% að jafnaði á milli ára.
https://geo.fasteignaskra.is/vefur/2026/matsvaedi/
https://geo.fasteignaskra.is/vefur/2026/matsvaedi/
6.Slökkvilið Norðurþings
Málsnúmer 202505061Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur áætlun um framkvæmd endurskipulagningar Slökkviliðs Norðurþings.
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort vilji sé til samstarfs hjá nágrannasveitarfélögum um samrekstur slökkviliða á stærra svæði".
Ráðið bókaði á síðasta fundi sínum: "Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að tillögum um endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings. Jafnframt er sveitarstjóra falið að kanna hvort vilji sé til samstarfs hjá nágrannasveitarfélögum um samrekstur slökkviliða á stærra svæði".
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að endurskipulagningu á starfsemi Slökkviliðs Norðurþings og fá þar til bæra ráðgjafa að málinu.
7.Trúnaðarmál
8.Umsókn um styrk vegna lóðaleigu Raufarhafnarkirkju og fasteignagjalda af safnaðarheimili
Málsnúmer 202505088Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur styrkbeiðni frá sóknarnefnd Raufarhafnarkirkju vegna fasteignagjalda og lóðaleigu.
Byggðarráð samþykkir að styrkja sóknarnefnd Raufarhafnar vegna greiðslu fasteignargjalda safnaðarheimilis á Raufarhöfn um 800 þ.kr.
9.Framkvæmd og kostnaðaráætlun fyrir göngusvæði á Reykjaheiði
Málsnúmer 202310115Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um styrk vegna frekari framkvæmda á göngusvæðinu á Reykjaheiði.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skíðagöngudeild Í.F.V um 1.250.000 kr á árinu 2025.
10.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna dansleiks á Sólstöðuhátíð á Kópaskeri
Málsnúmer 202505093Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Framfarafélagi Öxarfjarðarhrepps fyrir dansleik á Sólstöðuhátíð á Kópaskeri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.
11.Mærudagar 2024 - 2026
Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur að veita sveitarstjóra heimild til afgreiðslu leyfa í tengslum við Mærudaga 2025.
Byggðarráð veitir sveitarstjóra heimild til afgreiðslu leyfa í tengslum við Mærudaga 2025.
12.Styrktarsjóður EBÍ, umsóknir 2025
Málsnúmer 202504014Vakta málsnúmer
Úthlutun er lokið úr Styrktarsjóði EBÍ 2025. Norðurþing var úthlutaður styrkur að upphæð kr. 900.000 vegna verkefnisins uppbygging á gönguleið í Skálamel, lýsing.
Byggðarráð fagnar styrknum og verður hann nýttur til lagfæringar og lýsingar á stígnum í Skálamel.
Málinu vísað til úrvinnslu hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Málinu vísað til úrvinnslu hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
13.Aðalfundur Fjárfestingafélag Þingeyinga hf.2025
Málsnúmer 202505097Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf. fundurinn verður haldinn þann 6. júní nk. kl 11:00 að Garðarsbraut 5 á Húsavík.
Byggðarráð skipar Bergþór Bjarnason og Katrínu Sigurjónsdóttir til setu á fundinum.
14.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2025
Málsnúmer 202501084Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 1. fundar Markþings (áður Húsavíkurstofa)
Lagt fram til kynningar.
15.Fundargerðir Almannavarnanefndar
Málsnúmer 202305092Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð haustfundar frá október 2024 og vorfundar almannavarnanefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem haldinn var í fjarfundi föstudaginn 30.05.2025. Einnig til kynningar ársreikningur nefndarinnar 2024.
Lagt fram til kynningar.
16.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 202412055Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
17.Aðalfundur Leigufélags Hvamms ehf.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504032Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf. haldinn þann 29.04.2025 sl.
Lagt fram til kynningar.
18.Aðalfundur Grænn Iðngarður á Bakka ehf.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504034Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Græns iðngarðs á Bakka ehf. haldinn að Garðarsbraut 5 á Húsavík þriðjudaginn 29. apríl 2025 sl.
Lagt fram til kynningar.
19.Aðalfundur Vík hses.vegna ársins 2024
Málsnúmer 202504033Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundargerð aðalfundar Víkur hses. rekstrarárið 2024
Fundurinn var haldinn í Kaupfélagshúsinu á Húsavík mánudaginn 29.04.2025 sl.
Fundurinn var haldinn í Kaupfélagshúsinu á Húsavík mánudaginn 29.04.2025 sl.
Lagt fram til kynningar.
20.Ósk um umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034
Málsnúmer 202504070Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur til kynningar umsögn Norðurþings sem tekin var fyrir á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 3. júní sl.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Undir lið nr. 1, sat fundinn Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands.