Endurskoðun á fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025
Málsnúmer 202505090
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025
Vegna fyrirhugaðrar rekstrarstöðvunar PCC á Bakka verður fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 tekin til endurskoðunar.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun rædd og horft til ákvarðanatöku á næsta fundi.
Byggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur að fara yfir framkvæmdaáætlun ársins 2025 í ljósi breyttra forsenda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka.
Ráðið heldur vinnu sinni áfram við endurskoðun framkvæmdaáætlunar á næsta fundi sínum þann 12. júní nk.
Skipulags- og framkvæmdaráð - 220. fundur - 10.06.2025
Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram um fjárfestinga- og framkvæmdaáætluun.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar endurskoðaðri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun til byggðarráðs.
Byggðarráð Norðurþings - 498. fundur - 12.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur uppfærð og yfirfarin fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025 frá fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 10. júní sl.
Byggðarráð samþykkir uppfærða framkvæmdaáætlun vegna framkvæmda á árinu 2025.
Á árinu var gert ráð fyrir framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu Norðurþings að upphæð 1.000 m.kr en við þessa breytingu er áætlað að framkvæmdir og fjárfestingar nemi 715 m.kr. á árinu 2025.
Á árinu var gert ráð fyrir framkvæmdum og fjárfestingum í samstæðu Norðurþings að upphæð 1.000 m.kr en við þessa breytingu er áætlað að framkvæmdir og fjárfestingar nemi 715 m.kr. á árinu 2025.