Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025
Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar. Til umræðu eru þau mál er snúa að ráðinu.
2.Framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifi á SR-reitnum
Málsnúmer 202505055Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um niðurrif verksmiðjuhússins og mjölhússins á SR-reitnum á Raufarhöfn.
Með vísun í fundargerð 218. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs frá 20. maí 2025, mál nr. 3, málsnúmer 202505052, leggur skipulags- og framkvæmdaráð til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi fyrir niðurrifi húsanna í samræmi við tilboð frá Hringrás ehf.
3.Öxarfjarðarskóli - Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlits.
Málsnúmer 202505071Vakta málsnúmer
Á 220. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi m.a. bókað: Ráðið vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að koma á varanlegri lausn fyrir vörumóttöku mötuneytis í Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna umbótaáætlun og leggja fyrir ráðið að nýju.
4.Endurskoðun á fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025
Málsnúmer 202505090Vakta málsnúmer
Ráðið heldur umfjöllun sinni áfram um fjárfestinga- og framkvæmdaáætluun.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar endurskoðaðri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun til byggðarráðs.
5.Umsókn um lóð að Aðalbraut 26, Raufarhöfn
Málsnúmer 202506019Vakta málsnúmer
Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, f.h. Loðpels ehf, óskar úthlutunar lóðarinnar að Aðalbraut 26 á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að ráðstafa þessari lóð á þessu stigi.
6.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045
Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer
Fyrir fundi liggur tillaga vinnuhóps um afgreiðslu umsagna og athugasemda sem bárust vegna vinnslutillögu aðalskipulagstillögu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á tillögu vinnuhópsins að úrvinnslu umsagna og leggur til við sveitarstjórn að úrvinnslan verði samþykkt.
7.Styrktarsjóður EBÍ, umsóknir 2025
Málsnúmer 202504014Vakta málsnúmer
Á 497. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð fagnar styrknum og verður hann nýttur til lagfæringar og lýsingar á stígnum í Skálamel. Málinu vísað til úrvinnslu hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Byggðarráð fagnar styrknum og verður hann nýttur til lagfæringar og lýsingar á stígnum í Skálamel. Málinu vísað til úrvinnslu hjá skipulags- og framkvæmdaráði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram í samvinnu við sveitarstjóra.
8.Erindi frá Vinum íslenskrar náttúru um skipulag skógræktar
Málsnúmer 202506020Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Vinum íslenskrar náttúru um skipulag skógræktar.
Erindi lagt fram.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Liður 1:
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir ábendingarnar og tekur undir áhyggjur hverfisráðs um þá fokhættu sem skapast af húsum á SR-lóðinni.
Liður 3:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að funda með Félagi æðarræktenda á Melrakkasléttu.
Liður 6:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa samband við eiganda hússins og kanna framtíðaráform viðkomandi varðandi eignina.
Liður 7:
Hverfisráð Raufarhafnar mun fá viðbrögð við athugasemdum sínum, er varða vinnu við aðalskipulag Norðurþings, þegar þau liggja fyrir.