Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

219. fundur 03. júní 2025 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Snævar Benediktsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Líney Gylfadóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 1.

1.Endurskoðun á fjárfestingar og framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 202505090Vakta málsnúmer

Vegna fyrirhugaðrar rekstrarstöðvunar PCC á Bakka verður fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 tekin til endurskoðunar.
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun rædd og horft til ákvarðanatöku á næsta fundi.

2.Erindi vegna vegarins að Strandbergi á Húsavík

Málsnúmer 202505076Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhildi Sigurðardóttur vegna vegarins að Strandbergi á Húsavík. Óskar hún eftir því að gatan verði byggð betur upp og lagt verði á hana slitlag.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Þórhildi Sigurðardóttur fyrir erindið.
Gatnagerð í Reitnum á Húsavík stendur yfir og er þeim áfanga sem nú er unnið að ekki enn lokið. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja því eftir að verktaki tryggi aðgengi að Strandbergi og gangi frá svæðinu eins fljótt og mögulegt er.

3.Beiðni um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Raufarhöfn 2025

Málsnúmer 202505080Vakta málsnúmer

Tengir hf. sækir um framkvæmdarleyfi vegna lagningar ljósleiðara í þéttbýli Raufarhafnar árið 2025 Um er að ræða lagningu ljósleiðara til heimila, fyrirtækja og stofnana.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Raufarhöfn sumarið 2025.

4.Erindi frá hjólafélaginu 640MTB um leyfi til stígagerða í landi Norðurþings

Málsnúmer 202505081Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja tvö erindi frá hjólafélaginu 640MTB um leyfi til stígagerða í landi Norðurþings ofan Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknir hjólafélagsins 640MTB vegna gerðar tveggja nýrra hjóla- og göngustíga.

5.Ábending vegna umferðarhraða á Fossvöllum, Húsavík

Málsnúmer 202505083Vakta málsnúmer

Borist hefur ábending vegna umferðarhraða við Fossvelli og neðri hluta Baughóls á Húsavík. Er m.a. óskað eftir því að hraðahindrunum verði komið fyrir og að komið verði á auknu umferðareftirliti á þessum svæðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að eiga samráð við lögreglu varðandi það sem kemur fram í ábendingunni.

6.Ósk um breytingar á gömlu niðurkeyrslunni við Útgarð 4 Húsavík

Málsnúmer 202505087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni húsfélagsins að Útgarði 4, Húsavík um byggingarleyfi fyrir geymslu í eldri niðurkeyrslu í bílakjallara. Fyrir liggur samþykki allra eigenda í Útgarði 4 og samþykki húsfélaga í Útgarði 2 og 6. Einnig liggur fyrir teikning unnin af Ragnari Hermannssyni byggingarfræðingi. Geymslan yrði 29,5 m² að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbygginguna og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.

7.Tunguheiði - gamla símalínan

Málsnúmer 202505094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem beint er til Norðurþings og Tjörneshrepps frá Elísabetu Gunnarsdóttur á Tjörnesi þar sem hún bendir á hættur á gömlu þjóðleiðinni yfir Tunguheiði. Óskað er eftir að sveitarfélögin hlúi enn frekar að þessari gömlu samgönguæð þannig að sómi sé að þessari söguslóð fyrir sveitarfélögin.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Elísabetu fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa samband við landeigendur Fjalla í Norðurþingi sem og hreppsnefnd Tjörneshrepps.

8.Ósk um umsögn vegna veiðihúss í landi Einarsstaða í Vopnafjarðarhreppi

Málsnúmer 202505084Vakta málsnúmer

Vopnafjarðarhreppur hefur óskað eftir umsögn við mál í Skipulagsgátt: Veiðihús í landi Einarsstaða, nr. 0188/2025: Kynning tillögu á vinnslustigi. Kynningartími er frá 23.5.2025 til 13.6.2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillöguna.

9.Umsagnarbeiðni frá Langanesbyggð vegna breytingar á aðalskipulagi - Staðarárvikjun í Bakkafirði

Málsnúmer 202505095Vakta málsnúmer

Langanesbyggð hefur óskað eftir umsögn við mál í Skipulagsgátt: Staðarárvirkjun í Bakkafirði, nr. 0736/2025: Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi og gerðar nýs deiliskipulags. Kynningartími er frá 30.5.2025 til 20.6.2025.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

10.Ósk um umsögn um umhverfismatsskýrslu vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034

Málsnúmer 202504070Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsögn vegna umhverfismatsskýrslu Kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034 sem var staðfest af ráðinu í tölvupósti og send inn í Skipulagsgátt 30. maí.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsókn um rannsóknarleyfi

Málsnúmer 202505099Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur ósk frá Heidelberg Materials um leyfi til rannsókna á mögulegri efnisöflun í Norðurþingi nú í sumar.

Rannsóknin fæli í sér nánari athugun á móbergi sem ætla má að sé að finna í Grísatungufjöllum og ofan þjóðvegarins við Bakka. Jafnframt hefði félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum austan Jökulsár á Fjöllum. Með erindi fylgir mynd sem sýnir grófa áætlun á rannsóknarsvæðum.

Óskað er eftir því að rannsóknarleyfið taki gildi eins skjótt og unnt er og gildi til 30. september 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi til rannsókna á móbergi í eignarlandi sveitarfélagsins, við Tröllakot, í Grísatungufjöllum og í landi Ytri Bakka í Kelduhverfi. Athuganir utan lands í eigu Norðurþings eru háðar samþykkis landeigenda. Samþykkið er gert með fyrirvara um að athuganir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa Norðurþings og að frágangur athugunarstaða í verklok verði með þeim hætti að varanleg ummerki verði óveruleg. Sérstaklega verði horft til þess við val á framkvæmdastöðum og tímasetningum að athuganir trufli ekki fuglalíf á varptíma. Leyfi til rannsókna gildir út árið 2026.

Fundi slitið - kl. 15:00.