Fara í efni

Ósk um breytingar á gömlu niðurkeyrslunni við Útgarð 4 Húsavík

Málsnúmer 202505087

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025

Fyrir liggur beiðni húsfélagsins að Útgarði 4, Húsavík um byggingarleyfi fyrir geymslu í eldri niðurkeyrslu í bílakjallara. Fyrir liggur samþykki allra eigenda í Útgarði 4 og samþykki húsfélaga í Útgarði 2 og 6. Einnig liggur fyrir teikning unnin af Ragnari Hermannssyni byggingarfræðingi. Geymslan yrði 29,5 m² að flatarmáli.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir uppbygginguna og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað inn.