Tunguheiði - gamla símalínan
Málsnúmer 202505094
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025
Tekið fyrir erindi sem beint er til Norðurþings og Tjörneshrepps frá Elísabetu Gunnarsdóttur á Tjörnesi þar sem hún bendir á hættur á gömlu þjóðleiðinni yfir Tunguheiði. Óskað er eftir að sveitarfélögin hlúi enn frekar að þessari gömlu samgönguæð þannig að sómi sé að þessari söguslóð fyrir sveitarfélögin.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Elísabetu fyrir erindið og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hafa samband við landeigendur Fjalla í Norðurþingi sem og hreppsnefnd Tjörneshrepps.