Umsókn um rannsóknarleyfi
Málsnúmer 202505099
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025
Fyrir ráðinu liggur ósk frá Heidelberg Materials um leyfi til rannsókna á mögulegri efnisöflun í Norðurþingi nú í sumar.
Rannsóknin fæli í sér nánari athugun á móbergi sem ætla má að sé að finna í Grísatungufjöllum og ofan þjóðvegarins við Bakka. Jafnframt hefði félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum austan Jökulsár á Fjöllum. Með erindi fylgir mynd sem sýnir grófa áætlun á rannsóknarsvæðum.
Óskað er eftir því að rannsóknarleyfið taki gildi eins skjótt og unnt er og gildi til 30. september 2026.
Rannsóknin fæli í sér nánari athugun á móbergi sem ætla má að sé að finna í Grísatungufjöllum og ofan þjóðvegarins við Bakka. Jafnframt hefði félagið áhuga á að kanna nánar efnisgæði á söndunum austan Jökulsár á Fjöllum. Með erindi fylgir mynd sem sýnir grófa áætlun á rannsóknarsvæðum.
Óskað er eftir því að rannsóknarleyfið taki gildi eins skjótt og unnt er og gildi til 30. september 2026.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir leyfi til rannsókna á móbergi í eignarlandi sveitarfélagsins, við Tröllakot, í Grísatungufjöllum og í landi Ytri Bakka í Kelduhverfi. Athuganir utan lands í eigu Norðurþings eru háðar samþykkis landeigenda. Samþykkið er gert með fyrirvara um að athuganir verði unnar í fullu samráði við skipulagsfulltrúa Norðurþings og að frágangur athugunarstaða í verklok verði með þeim hætti að varanleg ummerki verði óveruleg. Sérstaklega verði horft til þess við val á framkvæmdastöðum og tímasetningum að athuganir trufli ekki fuglalíf á varptíma. Leyfi til rannsókna gildir út árið 2026.