Fara í efni

Erindi vegna vegarins að Strandbergi á Húsavík

Málsnúmer 202505076

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þórhildi Sigurðardóttur vegna vegarins að Strandbergi á Húsavík. Óskar hún eftir því að gatan verði byggð betur upp og lagt verði á hana slitlag.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Þórhildi Sigurðardóttur fyrir erindið.
Gatnagerð í Reitnum á Húsavík stendur yfir og er þeim áfanga sem nú er unnið að ekki enn lokið. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja því eftir að verktaki tryggi aðgengi að Strandbergi og gangi frá svæðinu eins fljótt og mögulegt er.