Fara í efni

Ábending vegna umferðarhraða á Fossvöllum, Húsavík

Málsnúmer 202505083

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 219. fundur - 03.06.2025

Borist hefur ábending vegna umferðarhraða við Fossvelli og neðri hluta Baughóls á Húsavík. Er m.a. óskað eftir því að hraðahindrunum verði komið fyrir og að komið verði á auknu umferðareftirliti á þessum svæðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendinguna og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að eiga samráð við lögreglu varðandi það sem kemur fram í ábendingunni.