Fara í efni

Erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands varðandi Rannsóknastöðina Rif og framtíð hennar

Málsnúmer 202505070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Náttúrustofu Norðurlands varðandi Rannsóknarstöðina Rif og framtíð hennar.
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð þakkar Þorkeli fyrir kynningu á verkefninu og komuna á fundinn.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.

Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025

Fyrir byggðarráði liggur tillaga forstöðumanns Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) um að yfirstjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem verið hefur í höndum NNA undanfarin ár, verði færð til Náttúrufræðistofnunar. Það er mat forstöðumanns NNA að það gæti orðið framfararskref sem geti tryggt Rif betur í sessi sem rannsóknastöð á heimsmælikvarða með breiðara baklandi.
Byggðarráð bókaði á 497. fundi sínum þann 5. júní s.l.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að yfirstjórn Rifs verði færð til Nátturfræðistofnunar.