Erindi frá Náttúrustofu Norðausturlands varðandi Rannsóknastöðina Rif og framtíð hennar
Málsnúmer 202505070
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 497. fundur - 05.06.2025
Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Náttúrustofu Norðurlands varðandi Rannsóknarstöðina Rif og framtíð hennar.
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands situr fundinn undir þessum lið.
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands situr fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð Norðurþings - 507. fundur - 23.10.2025
Fyrir byggðarráði liggur tillaga forstöðumanns Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) um að yfirstjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs, sem verið hefur í höndum NNA undanfarin ár, verði færð til Náttúrufræðistofnunar. Það er mat forstöðumanns NNA að það gæti orðið framfararskref sem geti tryggt Rif betur í sessi sem rannsóknastöð á heimsmælikvarða með breiðara baklandi.
Byggðarráð bókaði á 497. fundi sínum þann 5. júní s.l.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að yfirstjórn Rifs verði færð til Nátturfræðistofnunar.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að yfirstjórn Rifs verði færð til Nátturfræðistofnunar.
Ráðið samþykkir að halda áfram samstarfi við ríkið um rekstur Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á sama grunni og verið hefur.