Fara í efni

Fjölskylduráð

208. fundur 04. febrúar 2025 kl. 08:30 - 09:55 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Nele Marie Beitelstein, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 1-3.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 6.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir og Jónas Þór Viðarsson sátu fundinn í fjarfundi.

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Mærudaga, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 1.

1.Mærudagar 2024 - 2026

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Guðrún Huld Gunnarsdóttir, skipuleggjandi Mærudaga, fer yfir núverandi stöðu á undirbúningi bæjarhátíðarinnar í ár.
Fjölskylduráð samþykkir að Mærudagar 2025 verði færðir aftur á helgina 25. - 27. júlí í ljósi nýrra upplýsinga frá Guðrúnu Huld Gunnarsdóttur, verkefnastjóra Mærudaga, að hvorki tívolí né matarvagnar yrðu tiltækir á áður samþykktri helgi í ágúst. Tekjur af þessum liðum eru forsenda þess að halda hátíðina í þeirri mynd sem hún hefur verið.
Jafnframt sýndu niðurstöður könnunar sem kynnt var á íbúafundi 2023 að íbúar töldu tívolí og bryggjutónleika vinsælustu liði hátíðarinnar.

2.Þjóðleikhúsið á leikferð um landið - sýning fyrir ungt fólk - Orri Óstöðvandi

Málsnúmer 202501070Vakta málsnúmer

Þjóðleikhúsið leggur af stað í leikferð um landið með "Orri Óstöðvandi". Þjóðleikhúsið býður nemendum á miðstigi grunnskóla á sýninguna. Sýningin er öllum gestum að kostnaðarlausu. Áætlað er að sýna á Húsavík 21. maí.
Óskað er eftir aðstoð frá Norðurþingi við að útvega sýningarrými, gistingu og mögulega afnot af skólarútum fyrir ferð barnanna frá Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar til Húsavíkur.
Fjölskylduráð samþykkir að útvega sýningarrými, gistingu og rútu fyrir ferðir barna af miðstigi frá Öxarfjarðarskóla. Ekki eru börn á miðstigi í Grunnskóla Raufarhafnar á þessu skólaári.

3.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202501087Vakta málsnúmer

Örlygur Hnefill Örlygsson sækir um 100.000 króna styrk frá Lista- og menningarsjóði Norðurþings fyrir myndlistarsýningu á verkum Tryggva Ólafssonar og Thors Vilhjálmssonar sem opnar í Safnahúsinu á Húsavík á Mærudögum 2025.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk til verkefnisins að upphæð 70.000 kr.

4.Skýrsla Eurydice um gæði leikskólastigsins í Evrópu 2025.

Málsnúmer 202501116Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla á vegum Eurydice-samstarfsins um gæði leikskólastigsins í Evrópu (e. Key Data on Early Childhood Education and Care in Europe 2025). Skýrslan var síðast gefin út árið 2019 og veitir samanburðarhæfar upplýsingar um stöðu og helstu einkenni leikskólastigsins í 37 evrópskum þátttökuríkjum.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmd sundkennslu á unglingastigi

Málsnúmer 202501109Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði er til kynningar dreifibréf til allra skólastjóra grunnskóla og sveitarfélaga vegna sundkennslu á unglingastigi í grunnskólum landsins.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra á velferðarsviði að fylgja erindinu eftir til skólastjóra í Norðurþingi.

6.Erindi frá Völsungi og Borgarhólsskóla - Gæsla í búningsklefum

Málsnúmer 202501093Vakta málsnúmer

Fjölskylduráði hefur borist erindi frá Völsungi og Borgarhólsskóla um ósk um endurskoðun á mönnun í íþróttahöllinni vegna gæslu í búningsklefum.
Fjölskylduráð felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga samtal við Völsung og Borgarhólsskóla um útfærslur á klefagæslu í íþróttamannvirkjum á Húsavík.

Fundi slitið - kl. 09:55.