Fara í efni

Fjölskylduráð

227. fundur 14. október 2025 kl. 08:30 - 10:30 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund formaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir varaformaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jónas Þór Viðarsson aðalmaður
  • Jóna Björg Arnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Höskuldsson sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Tinna Ósk Óskarsdóttir félagsmálastjóri
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Stefán Jón Sigurgeirsson verkefnastjóri á velferðarsviði
  • Ólöf Rún Pétursdóttir fjölmenningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 1.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 1 og 9-12.
Tinna Ósk Óskarsdóttir, félagsmálastjóri, sat fundinn undir liðum 1, 5 og 13.
Ólöf Rún Pétursdóttir, fjölmenningarfulltrúi, sat fundinn undir liðum 6-8.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á skipulags- og umhverfissviði, sat fundinn undir lið 12.

1.Áætlanir vegna ársins 2026- 2029

Málsnúmer 202507027Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar fjárhagsáætlanir vegna 2026 - 2029.
Fjölskylduráð vísar fjárhagsáætlunum vegna 2026 - 2029 til umræðu í byggðarráði.

2.Lítil skref á leið til læsis.

Málsnúmer 202506040Vakta málsnúmer

Verkefnið Lítil skref til læsis, samstarfsverkefni Leikskólans Grænuvalla og Borgarhólsskóla um málörvun og læsi, hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 í flokki framúrskarandi þróunarverkefna.
Fjölskylduráð óskar Borgarhólsskóla og Leikskólanum Grænuvöllum til hamingju með tilnefninguna til Íslensku menntaverðlaunanna 2025.

3.Nýtt verkefni Akademias: Fjölskyldutempó.

Málsnúmer 202510028Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi Akademias þar sem óskað er eftir kynningu sveitarfélagsins á verkefninu Fjölskyldutempó.
Fjölskylduráð hafnar erindinu.

4.Niðurstöður TALIS - stærstu alþjóðlegu rannsóknar á kennurum, skólastjórnendum og kennsluháttum

Málsnúmer 202510027Vakta málsnúmer

Niðurstöður TALIS stærstu alþjóðlegu rannsóknar á kennurum, skólastjórnendum og kennsluháttum eru lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþingi 2022-2026

Málsnúmer 202208006Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur 7. fundargerð notendaráðs fatlaðs fólks í Norðurþingi. Fundurinn fór fram þann 17. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

6.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202509080Vakta málsnúmer

Ína Soffía Hólmgrímsdóttir sækir um 970.000 kr styrk í lista- og menningarsjóð til að halda ljósmyndasýninguna Ég skaut Raufarhöfn.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk fyrir verkefninu að upphæð 70.000 kr.

7.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2025

Málsnúmer 202509085Vakta málsnúmer

Evgeniia Sakharova sækir um 100.000 kr styrk í lista- og menningarsjóð til að halda listasýninguna Brot sumars. Sýningin verður samsett úr verkum unnum úr villtum plöntum Norðurlands.
Fjölskylduráð samþykkir að veita styrk fyrir verkefninu að upphæð 70.000 kr.

8.Mærudagar 2024 - 2026

Málsnúmer 202312102Vakta málsnúmer

Umræða um fyrirkomulag Mærudaga 2026
Fjölskylduráð staðfestir að Mærudagar 2026 muni fara fram helgina 24.-26. júlí og felur fjölmenningarfulltrúa að hefja samtalið við framkvæmdastjóra Mærudaga varðandi skipulag hátíðarinnar.

9.Erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna Íþróttahús á Kópaskeri

Málsnúmer 202510038Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi frá Framfarafélagi Öxarfjarðar vegna styrks sem það hlaut til uppbyggingar og endurnýjunar á búnaði í líkamsræktinni á Kópaskeri. Óskað er eftir leyfi til að endurnýja tæki og standsetningu á rými ræktarinnar. Í tengslum við þetta er einnig er óskað eftir því að Norðurþing setji upp aðgangstýringu ásamt fjárstuðningi við verkefnið verði því við komið.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni varðandi endurnýjun tækja, standsetningu á rými og uppsetningu á aðgangsstýringu. Ráðið felur verkefnastjóra á velferðarsviði að eiga samtal við Framfarafélag Öxarfjarðar varðandi fjárstuðning við verkefnið.

10.Starfsskýrsla Ungmennafélagsins Austra 2023-2024

Málsnúmer 202510039Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir til kynningar starfsskýrsla Ungmennafélagsins Austra fyrir árin 2023 og 2024
Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík vegna þorrablóts 2026

Málsnúmer 202510040Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur fyrir beiðni um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík vegna þorrablóts 17.janúar 2026.
Fjölskylduráð samþykkir beiðni þorrablótsnefndar Húsavíkur um endurgjaldslaus afnot af Íþróttahöllinni á Húsavík.

12.Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn - Framkvæmdir og viðhald

Málsnúmer 202509122Vakta málsnúmer

Fyrir fjölskylduráði liggur til kynningar staða á framkvæmdum og viðhaldi í Sundlauginni á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar.

13.Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510044Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar þátttöku í sameiginlegu verkefni nokkurra sveitarfélaga á norðurlandi um stofnun Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra. Verkefnið er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni á árunum 2026-2027 með það að markmiði að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi. Verkefnið hlaut 70.000.000 króna styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku í styrkumsókn vegna verkefnisins og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku.

Fundi slitið - kl. 10:30.