Fara í efni

Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510044

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 227. fundur - 14.10.2025

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar þátttöku í sameiginlegu verkefni nokkurra sveitarfélaga á norðurlandi um stofnun Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra. Verkefnið er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni á árunum 2026-2027 með það að markmiði að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi. Verkefnið hlaut 70.000.000 króna styrk frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku í styrkumsókn vegna verkefnisins og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku.

Sveitarstjórn Norðurþings - 158. fundur - 13.11.2025

Á 227. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð staðfestir þátttöku í styrkumsókn vegna verkefnisins og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þátttöku.
Til máls tók: Kristinn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þátttöku.